Dvöl - 01.10.1941, Side 68

Dvöl - 01.10.1941, Side 68
30G DVÖL inn í tjaldið'. Macgregor var lengi önnum kafinn þar inni, en allt í einu heyrðist þaðan furðulegur há- vaði. Gamla forustutíkin, sem nú var orðin svo belgmikil, að maður gat ímyndað sér, að hún hefði gleypt Hinn síðkomna, lagði niður rófuna og rak upp langt, alvarlegt spangól. Síðari hluti dagsins leið eins og aðrir dagar. En um dagsetur safn- aði maðurinn með rauða andlitið öllum saman í tjald sitt og skildi dyrnar eftir opnar. Nokkrar stjörn- ur voru þegar komnar upp, en skærust þeirra var sú stjarna, sem Peeguk hafði fylgt. Þegar allir voru seztir niður — Huskyarnir settust svo langt frá Gulhnífungum, sem verða mátti — leit Macgregor á úrið sitt, kinkaði kolli og stakk hendinni síðan inn í andakassann. Peeguk sá ljósin kvikna í flöskun- um fjórum og hélt niðri í sér and- anum. Fyrst heyrðist ekkert merkilegt, aðeins undarleg hljóð og brestir. Svo heyrðist röddin allt í einu rétt hjá þeim. Hún var há, hrein og björt, rödd, sem barst á ósýnilegum vængjum. Hún barst yfir lögð vötn, klettóttar strendur, fannþunga skóga og ómælanlegar snæauðnir. Þetta var barnsrödd. Hún steig af himnum ofan, heimsótti kofa veiði- mannsins, náttstað ferðamannsins, kom alls staðar þar, sem maðurinn dvaldi. ,,En í því byggðarlagi voru fjár- hirðar, er vÖktu úti um nóttina yfir hjörð sinni. .. .“ Þetta söng röddin og hún hélt áfram að syngja, sagði frá stjörnu, sem mennirnir fylgdu meðan heim- urinn var ennþá ungur. Peeguk og Oomgah skildu ekkert, nema það sem var um stjörnuna. Það var svo eðlilegt. Augu Macgregors hvíldu á þessum börnum náttúrunnar. Þau höfðu einnig fylgt stjörnu. Hann sá í anda konu, sem reið asna og hélt ungbarni við brjóst sitt. Með þeirri konu og Oomgah — með barninu frá Júdeu og Hinum síð- komna með gretta, koparlitaða andlitið og svarta hárið — virtist svo greinilegt ættarmót. Lausnar- inn hafði hvílt í örmum Maríu guðsmóðir í hæðum Galíleu, en hví skyldu armar hennar hafa ver_ ið í nokkru frábrugðnir örmum Oomgah, sem sat þarna með svört augun hálflukt, en bak við þau svifu þúsundir spurninga, sem hún fengi aldrei leyst úr? Um þetta var Macgregor að hugsa og hafði því ekki tekið eftir því, að allir höfðu læðst út nema Peeguk og fjöl- skylda hans. Allt í einu rétti veiði- maðurinn höndina djarflega fram og snart kassann. ,,Þetta er mjög leyndardómsfullt. En er ekki hægt að heyra þetta, sem við höfum heyrt núna, ein- hvern annan dag ársins?“ „Það hefir ekki sömu þýðingu neinn annan dag.“

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.