Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 35

Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 35
D VÖL 273 sveittir, var Seidja ekki með þeim. Hann hafði svipt okinu af uxa sín- um og þotið á bak eins og hinir, í þeim vændum að forða sér. En þá tók uxinn undir sig óvænt stökk, svo að hann féll af baki. Tígrisdýr- ið var á næstu grösum. Jafnskjótt og uxinn gat stöðvað sig, sneri hann við og staðnæmdist yfir drengnum þannig, að kviður uxans skýldi honum, og rak undir sig stór- hyrndan hausinn og beið tígris- dýrsins, er kom stökkvandi. Þetta var þess síðasta stökk. Uxinn rak hornin á kaf í það. Kviðurinn á tígrisdýrinu tættist í sundur, en sjálfur hlaut uxinn svöðusár á hálsinn. Seidja var úr hættu. Sann- arlega fylgdi þessum uxa mikil gæfa. Drengurinn var tólf ára, þegar þessi uxi var tekinn af föður hans og slátrað. Adinda var farin að nota mittisskýlu, sem hún óf myndir í. Hún hafði þegar lært þá list, að gefa hugmyndum sínum varanlegt líf í myndum, er hún saumaði í vef sinn. Henni leyndist ekki harm- ur Seidju. Föður hans féll einnig atburður þessi afar þungt, en móð- ir hans tók hann þó enn nær sér. Hún hafði grætt sárið á hálsi þessa trygga dýrs, sem bjargaði lífi son- ar hennar. í hvert skipti, er hún sá sárið, kom henni í hug, hversu djúpt klærnar á tígrisdýrinu hefðu læszt inn í meyrt hold drengsins, og í hvert skipti, sem hún lagði nýjar umbúðir um sárið, gældi hún við uxann og talaði ástúðlega við hann. Hið trygga dýr skyldi vita, hve þakklát móðir getur verið. Hún vonaði, að uxinn skildi sig og vissi, hvers vegna hún grét, þegar hann var fluttur burtu; vissi, að hún átti ekki sök á því, að hann var leiddur til slátrunar. Nokkru síðar flýði faðir Seidju úr héraðinu, því að hann óttaðist, að sér yrði refsað fyrir vanskil á landskuldinni. Nú átti hann enga erfðagripi til þess að selja og gat þess vegna ekki á þann hátt aflað sér fjár til uxakaupa. Foreldrar hans höfðu lítið látið eftir sig. í fáein ár eftir missi síðasta uxans hélt hann þó áfram að erja jörðina með leigugripum. En það var arð- lítill þrældómur og þungt hlutskipti þeim, er einhvern tíma hafði átt uxa sjálfur. Móðir Seidju veslaðist upp, en faðir hans hljópst á brott úr Ban- tam, þegar örvæntingin svarf hvað fastast að honum, og leitaði sér at- vinnu í Bújtenzorg-héraði. En þar var hann húðstrýktur fyrir að hafa farið af héraði án leyfis stjórnar- valdanna og fluttur til Badó aftur. Hann var látinn í dýflissu, því að menn héldu hann vitskertan, sem kann að hafa verið rétt, og óttuð- ust, að hann myndi leita undan- komu í einhverju æðiskastinu. En hann var ekki lengi í dýflissunni, því að hann dó eftir stuttan tíma. Enginn veit, hvað varð um bræður Seidju og systur. Kofi þeirra í Ba-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.