Dvöl - 01.01.1944, Blaðsíða 12

Dvöl - 01.01.1944, Blaðsíða 12
6 D VÖL alténd verið heimskuleg indrétt- ing, skilurðu það nú?“ Þjóðólfur: „Talaðu ekki svona, Önundur minn. Fyrst þeir gömlu höfðu Alþing, þá hefur eitthvað kveðið að því.“ Sighvatur: „Ekki hefur Alþing verið betra fyrir það,að þeir gömlu héldu og sóttu það. Samt þori ég ekki að segja, að það hafi verið vit- laus stiftan, því þar komu árlega öll landsins yfirvöld saman og yfir- veguðu þess efni og öll vandamál. Líka hefur það hátíðlega við þessa eldgömlu samkomu vakið og við- haldið hjá almenningi virðingu fyrir landinu og þess lögum, og hefðum við mátt ráða, Þjóðólfur minn, þá hefði Alþing staðið enn.“ Þjóðólfur: „Sjaldan er breytt til betra, Sighvatur minn, en nú skul- um við fara af stað, við leggjum ekki upp á dag, hvort sem heldur er, fyrr en í kvöld, fyrst það er helgur dagur.“ Önundur: „Helgur dagur í dag! Mikið fífl ertu, Þjóðólfur, sem von er til, fyrst þú ert úr Flóanum. Varla held ég, að messurnar þær arna séu helgar, því sunnudag- arnir sjálfir eru ekki helgir framar en hver vill. Ég sé það á þeim í Reykjavík, sem arbeiða alla daga eins, þegar þeim liggur á.“ Sighvatur: „Ekki skulum við fara í brigzlyrði, piltar. Verið getur það að sönnu, að austanmenn séu ekki eins líflegir og fjörugir eins og vér Norðlendingarnir, sem þið bregðið svo oft um,að við séum æði miklir á lofti, eða eins mjúksiðaðir, ég meina eins vel búnir og dönskuskotnir, eins og þið í kringum Reykjavík, en þeir hafa sína kosti fyrir því. En hvað helgidagana snertir, þá eru þeir bæði nytsamlegir og nauð- synlegir og hafa þeir frá alda öðli verið helgir haldnir af sérhverri siðaðri þjóð eftir guðs og manna boðum.“ Eftir að þeir höfðu nú hresst sig á brennivínstári, sem Önundur hafði með sér, í’iðu þeir af stað all- ir saman. Þeir riðu mikinn, því löngunin eftir að sjá Alþing rak eftir þeim, en Þjóðólfur og Sig- hvatur voru jafnan fremstir, því þeir höfðu vakrasta hesta. Þegar þeir komu ofan að Öxará, skyggndist Sighvatur allt um kring og segir með alvarlegum svip: „Hérna var Alþing haldið forðum. Hérna sögðu forfeður vorir lög og rétt. Hér hugleiddu þeir landsins efni og skáru úr öllum vandamál- um. Hérna voru þau ráð árlega tek- in, er horfðu til að efla þjóðarinnar blómgan og þroska. Hér var kristni lögtekin fyrir rúmum átta hundruð árum. Hérna var líka liðsdráttur hafður, þegar forfeður vorir ætluðu að ráðast í einhver stórvirkin, og samtök gerð, þegar frelsi manna var troðið undir fótum eða þegar einstakra manna metorðagirnd, eigingirni, ráðríki og heiftrækni sýndist að ganga úr hófi. Þarna hafa búðirnar staðið, þarna var Lögberg, þarna er Almannagjá. Það er nú allt, sem eftir er af því eld-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.