Dvöl - 01.01.1944, Blaðsíða 81

Dvöl - 01.01.1944, Blaðsíða 81
D VÖL 75 og Sperðli séra Snorra Björnssonar, til Útilegumanna Matthíasar (fyrstu gerðar Skugga-Sveins) óg Vefarans með tólf- kóngavit. Höfundur kveðst hafa rannsakað þessi efni á námsárum sínum, vegna skyld- leika leikrita og skáldsagnagerðar. Hér er um að ræða hið nafntogaða „fylgirit“ með magisters — og síðar doktorsritgerð Steingríms, sem fjallar um skáldsögur Jóns Thoroddsen. < Um bæklinginn er það að segja, að hann virðist vera samvizkusamleg könn- un þeirra tilrauna til leikritunar, sem gerðar voru á síðari hluta 18. aldar og fram yfir miðja 19. öld. Er þar flest vesælt og vanburða, nema helzt Narfi Sigurðar Péturssonar, ekki ómerk ádeila á þá ís- lending, sem apa hvað eitt eftir Dönum, bæði málfar og annað. En þótt ekki sé um mikinn skáldskap að ræða í leikrit- um þessum, er gott að fá draslinu gerð vandleg skil í eitt skipti fyrir öll. Það virðist Steingrímur hafa gert vel og vand- lega. Hefur hann leyst allmarga hnúta varðandi uppruna og aldur leikjanna. Skýrir hann og víða hvaðan föng muni að dregin og hvernig fyrirmyndir séu notaðar. Virðist þar margt vel athug- að og skynsamlega, enda þótt sumt kunni að orka tvímælis. Verður því varla neit- að, að heldur mikið ber á þeirri áráttu bókmenntafræðinga, að þykjast hvar- vetna kenna áhrifa frá einu riti á ann- að, jafnvel þar sem lýst er mjög hvers- dagslegum atvikum, sem hver og einn nauðaþekkir úr eigin lífi. Freistast marg- ur til að ætla, að ýmsum slíkum mönn- um sé það trúaratriði, að hugmyndir ber- ist frá bók til bókar, en séu sjaldan gripn- ar úr lífinu sjálfu. Steingrímur ræðir um gamanleik nokkurn, sem Álfur hét, og liklega hefur verið leikinn á Bessa- stöðum árin 1820—1830, og máske eitt- hvað síðar. Þar kemur fyrir samtal hjóna að kvöldi dags i rúmi sinu, mjög hvers- hagslegt hjal og ekki sérkennandi á nokk- Urn hátt. Síðan segir Steingrímur, að það sé „ekki alls ósennilegt, að tveir nem- endur frá Bessastaöaskóla, þeir Jón Thor- oddsen og Benedikt Gröndal, hafi það héðan, er þeir báðir lýsa í skáldritum sínum hjónum, sem vaka í hvílu sinni og hefja síðan samræður." Fyrr má nú væna menn um áhrif frá öðrum ritum, en að svo langt sé gengið. Skyldi Gröndal endi- lega hafa þurft að sækja fyrirmynd slíks samtals í nauðaómerkilegt skólaleikrit, sem engin vissa er fyrir að hann hafi nokkru sinni heyrt né séð? Má ekki ætla honum annað eins hugmyndaflug og það, að geta skapað samtal á milli hjóna, sem liggja. í rúmi sínu, án þess aö grípa slíkt úr bókum? Skyldu for- eldrar hans aldrei hafa ræðzt við eftir úáttatíma eða fyrir fótaferð? Hvar er í raun og veru eðlilegra að heyra að hjón tali saman, en á þessum vettvangi? — Ekki meira um þetta. Höfundur lætur liggja að þvi í formála, að hann hafi í huga að semja framhald af riti þessu, þótt síðar verði. Myndi sú bók fjalla um „þau leikrit, sem girnilegri eru til viðfangs og viðkynningar.“ Er Steingrímur flestum mönnum betur til þess fallinn og væri mörgum aufúsa á, að það dragist ekki mjög úr hömlu. .. Á NjálS' úð. Árið 1933 kom út dokt- orsritgerð Einars Ól. Sveinssonar, og fjall- aði hún um Njálssögu. Var þar um að ræða mjög ýtarlega og vísindalega rann- sókn á handritum sögunnar, heimildum söguritara, aldri ritsins og öðrum skyld- um viðfangsefnum. Leiddi öll athugun höfundar til þeirrar niðurstöðu, „að Njáls- saga sé ejn listarheild, sköpuð af einum manni og á ákveðinni stund og stað.“ Bók þessi kom út á vegum Menningarsjóðs og mun hafa selzt litt, eins og stundum vill verða um doktorsritgerðir. Allt um það var ritið hið athyglisverðasta og bar vott um ótvíræða hæfileika. Þá var lofað framhaldi, öðru bindi um Njálu, þar sem einkum væri fjallað um samtíð höfundar- ins og söguna sem skáldrit. Sú bók kom
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.