Dvöl - 01.01.1944, Blaðsíða 30

Dvöl - 01.01.1944, Blaðsíða 30
24 DVÖL Fáðu þér eina Eftir Otto Kun<; Andrcs Kristjiínsson þýddi Sú merkilega uppfinning, sem hér veröur skýrt frá, og nærri haföi sett heiminn á annan end- ann, átti sér stað nokkrum árum eftir 1950. Uppfinningamaðurinn, dr. Pankreas Pepsin, átti heima í einni af höfuðborgum Norður- landa og taldi sjálfan sig meðal leiðandi manna í sinni vísinda- grein. Dr. Pepsin var annars þekktur meðal vísindamanna borgarinnar sem töluvert hugkvæmur efna- fræðingur og lífeðlisfræðingur. Hann hafði komið sér upp afar fátæklegri vinnustofu í gömlum bifreiðaskúr að baki húsinu, sem hann bjó í ásamt systur sinni, henni Agidu Pepsin. Þessi ágæta systir hafði undan- farnar vikur tekið eftir því, að bróðirinn, sem venjulega var mjög alvörugefinn, eins og vísinda- manni sómdi, var undarlega hvik- ull og annarlegur í framkomu, og þetta háttalag hans ergði hana mjög. Til allrar hamingju dvaldi hann mestan hluta dagsins inni- lokaður í vinnustofu sinni. (Allar óþefsgufur voru sem sé gersam- lega forboðnar inni í sjálfri íbúð- inni). Hún gat þó oftast úr stofu sinni séð hvað honum leið gegnum hínn stóra glugga vinnustofunnar. Oftast var hann álútur viö til- raunaglösin sín og bullsveittur með herptar varir og hjúpaður viðbjóðslegri gufu, sem steig upp frá margs konar belum. En hvít- mýsnar, sem hann hafði til til- rauna í stálnetsbúrinu, bókstaf- lega dönsuðu á afturfótunum kringum ætiskál, og tifuðu fram- löppunum framan á maganum, en bróðir hennar bætti sífellt ein- hverjum dropum í skálina. Fimmtudagsmorgun nokkurn varð henni eitt sinn litið á andlit bróð- ur síns, sem mótaði fyrir gegnum fjólubláan gufumökk, og sá sér til skelfingar, aö það var afskræmt og æðislegt. Það skein í tennurnar og munnurinn var glenntur út undir eyru. Hún setti upp van- þóknunarsvip yfir því, að hann skyldi leyfa sér að gera hana svona hrædda. Skömmu seinna kom hann inn til morgunverðar. Hún heyrði hann hengja upp hattinn sinn og hósta. Nei, það var ekki hósti, nú heyrði hún það. Hann hló —• hló eins og vitfirringur af engu. Hún hleypti brúnum og strengdi svipinn. Þetta var óþolandi, og þetta leyfði hann sér í hennar húsum! Nú kom hann inn í stoíuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.