Dvöl - 01.01.1944, Side 47

Dvöl - 01.01.1944, Side 47
DVÖl. 41 Þeir færu sömu leið. Hefði ólin verið svolítið sterkari, þá------. Evans gerði nú nákvæma stað- arákvörðun og komst að raun um. að þeir voru nú komnir ofan á Beardmorejökul og höfðu með þessari hættuför stytt mjög leið sína og komizt hjá þriggja daga erfiðu ferðalagi og einnig treint með því fæðubirgðir sínar, sem ekki var síður mikils vert. Þeir slógu tjaldi og fögnuðu þess- um sigri með ósviknum málsverði. Síðan héldu þeir áfram för sinni, glaðir og reifir, til klukkan átta síðdegis. Er þeir voru setztir að í nátt- stað um kvöldið, og skriðnir í svefnpokana, tóku þeir að gera að kaunum sínum og skrámum. En Þótt þá sviði sáran, raskaði það ekki hið minnsta djúpum og end- urnærandi svefni þeirra. Og er þeir horfðu á himingnæfandi og ógnandi jökulkastalann morgun- inn eftir og minntust þess, að þeir Voru sloppnir úr greipum hans, gleymdust allar þrautir og þján- ingar á samri stund. Fyrsti áfang- inn — örðugasti hjallinn — á heimleið þeirra var að baki. Þann- ig liugsuðu þeir þennan morgun, og þannig hefði það orðið, ef ógæf- an hefði ekki setið um för þeirra. Yndislegur dagur var framund- an. Kl. 4,45 árdegis hófu þeir ferð sína á ný norður eftir Beardmore- jökli, og eftir sex stunda ferð komu þeir að fyrsta forðabúrinu. Þar bættu þeir við sig hinum allra nauðsynlegustu vistum og héldu svo áfram. Næstu nótt var mjög heitt — fannst þeim — því að mælirinn seig niður í frostmark. Þessi hiti olli því, að þeir sváfu eins og selir fram eftir morgni og lögðu ekki af stað fyrr en klukkan var orðin átta. Færið á jöklinum var þó enn ágætt, þrátt fyrir frostleysið, og þeir fóru tuttugu og tvær mílur þennan dag. Næsta dag komust þeir átján mílur og þurftu að fara yfir ís- hraun og jökulsprungur með köfl- um, en voru þá staddir um fjórtán mílur frá næsta forðabúri, og Ev- ans vonaðist til að komast þang- að auðveldlega næsta dag. Því má geta nærri, að þeir hafa verið glaðir í lund yfir hinni skjótu og happadrjúgu för sinni og hinu milda veðri, sem bjó þeim vellíðan og þægindi. Áður en þeir lögðust til svefns leit Evans út, horfði til veðurs og leit eftir tjaldinu. Þótt klukkan væri orðin tíu að kvöldi, var sól enn á lofti í suðrinu og himinn var alheiður. Klukkan sex að morgni daginn eftir brugðu þeir blundi, felldu tjaldið og hlóðu á sleðann og hófu dagferð sína á ný. Nýr dagur var risinn — dagur, sem enginn þeirra gleymdi slðán, meðan lífið entist. Morgunninn var þegar ískyggi- legur, því að lágþoka breiddi sig yfir jökulinn eins og teppi. Nú varð stefnan vönd, því að engin kennileiti voru nokkurs staðar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.