Dvöl - 01.01.1944, Blaðsíða 34
28
DVÖL
þegar hláturinn lengir lífið. Gefið
gleðinni rúm. Notið ridol!
Blöðin voru líka notuð óspart.
Þau fluttu auglýsingar með mynd-
um af ungum stúlkum fyrir og
eftir notkun ridols. Þar kom mynd
ag Agidu Pepsin — tekin fyrir ári
síðan — ediksúr og fýld á svipinn,
og við hlið hennar ný mynd, bros-
andi og hýr, eins og hún var nú
hvern dag, syngjandi og hlæjandi.
Lyfið breiddist ört út. Karlmenn-
irnir tóku að senda vinstúlkum
sínum öskju af því. Krakkarnzr
jóðluðu það í frímínútunum. Ri-
dol fór sigurför yfir landið. Útbú
framleiðslufyrirtækisins þutu upp
um landið þvert og endilangt.
Læknar og lögfræðingar tóku nú
að skeggræða um það, hvort lyíið
væri ekki ólöglegt eða heilsuspill-
andi. Erlendis var þegar farið að
veita þessu athygli. Umboðsmaour
fór til Berlínar og seldi þar tíu
sinnum meira en notað var í
heimalandinu. Það varð föst venja
að hafa ridolöskjur við hvert sæti
í leikhúsum og kvikmyndahúsum.
Blöðin ræddu um það, hve hress-
andi væri að tyggja ridol við mat-
og kaffiborðin í veitingahúsunum
og meðan fólk dansaði. Kaup-
mennirnir gáfu starfsfólki sínu
ridol í nesti í sumarleyfið. Allir
hlógu.
En hlátursköllin utan úr eldhús-
unum voru tekin að angra fyrir-
fólkið, og sums staðar voru menn
farnir að stofna bindindisfélög
gegn „tilbúna hlátrinum", og
ýmsir betri menn voru farnir að
draga í efa ágæti ridols. En þrátt
fyrir þetta óx notkunin stöðugt,
og hláturelfan flæddi lengra og
lengra út yfir Evrópu.
Dag nokkurn kom milljónamær-
ingurinn Optimus Strong —
munngúmkóngurinn — frá New
York. Hann kom með flughraðferð-
inni, og stundarkorni seinna
skálmaði hann inn í vinnustofur
dr. Pepsin. Hann hlassaði sér nið-
ur á kassa mitt á meðal glasa og
glerja.
„Well, segið mér hvaða barna-
brek þér eruð að fremja hér.
Ég meina þetta að selja hlátur í
töflum“. Mæringurinn fiissaði svo
að skein í mjallhvíta röð gerfi-
tanna. „Kannske undrritaður gæti
komið vitinu fyrir ykkur“. Hann
skoðaði húsnæðið hátt og lágt. „Og
þetta kallið þið „Forretningu"
hér í Evrópu.“
Dr. Pepsin strauk skeggið og
sagöi: ,,Nú, jæja. Enginn óskar
eftir örari útbreiðslu ridols en ég.“
,Jæja þá. Upp með lyfseðilinn,“
hrópaði kaninn. „Ég hefi trú á
þessu. Þetta á framtíð fyrir hönd-
um.“
Dr. Pepsin brosti. Hann notaði
samt aldrei ridol sjálfur. „Efna-
greininguna læt ég ekki af hönd-
um, en ef þér viljið leggja fé í
framleiðsluna getum við kannske
orðið sammála. En e. t. v. fýsir yö-
ur að heyra eitthvað um vísinda-
kenningu mína?
„Já, láttu hana gossa,“ sagði Op-