Dvöl - 01.01.1944, Blaðsíða 45

Dvöl - 01.01.1944, Blaðsíða 45
D VÖL 39 Eftir hríðina hélzt þoka og dimmviðri nokkra daga, svo að stefnan var vandséð, en þegar upp birti og þeir gátu gert nákvæma staðarákvörðun, kom í ljós, að þeir voru staddir á brún Shackleton- jökuls, og snarbrattur og úfinn skriðjökull þvergirti leið þeirra, en hjá honum hefðu þeir sloppið, ef stefnan hefði verið söm og áður. Nú tók útlitið að kárna. Langt fyrir neðan þá var Beardmore- íökull og ofan á hann urðu þeir að komast og fara eftir honum út að jökulmörkunum. En ofan á hann voru mörg hundruð fet, og leiðin snarbrött og ógreiðfær. Þeir áttu tvo kosti að velja: Annar var sá að fara stóran krók fyrir tak- biörk skriðjökulsins og eyða með Því mörgum dýrmætum dögum, og Það hefðu þeir gert án umhugs- unar, ef vistir hefðu verið nægar. Hinn kosturinn var að hætta lífi sínu og renna sér á sleðanum ofan íökulinn og freista þess að komast Þannig niður heilu og höldnu. Ferðin ofan jökulinn mundi Verða með ofsahraða og hin bráð- asta hætta, en þó ákváðu þeir að ^aka þann kostinn, og undirbún- lugur var þegar hafinn. Þeir festu haldgóða brodda neðan í leðurskó sína, til þess að gera sér auðveldara að ná fótfestu og stjórna sleðunum. Síðan var lagt af stað út í ís- hraunið. Hallinn var lítill fyrst í stað, og þeir stjórnuðu sleðum sín- Urn örugglega um krákustíga jökul- brannanna. Þeir höfðu aktaugarn- ar enn á sér, því að þar var hin eina björgunarvon, ef einhver þeirra skyldi lenda í jökulsprungu. Og þegar sleðinn tók á rás undan hallanum, létu þeir hann draga sig á fótskriði. Þannig héldu þeir á- fram ofan aflíðandi halla og ofan á brún aðalhlíðarinnar, og hlutu þegar á þeirri leið ýmis minnihátt- ar meiðsl, skeinur og skrámur. En þá bar ört áfram, og það var fyrir öllu. Ef þeir kæmust þessa leið, mundi það stytta för þeirra um þrjá daga, og á því gat líf þeirra riðið. Þá hafði að vísu borið sæmilega hratt fram þennan morgun ofan á hlíðarbrún Shackletonsjökuls, miðað við ferðahraða þeirra und- anfarið, en næsta hálftímann mundi þó hraðinn aukast að mikl- um mun og þeir berast mílur veg-. ar ofan snarbratta jökulhlíðina, mörg hundruð feta háa. Teningnum var kastað — einskis að bíða. Allt var tilbúið, og þegar skyldi lagt af stað. Snarbratt harð- fennið var ósporandi, og eftir að sleðinn væri kominn á skrið, mundi ógerlegt að tefja för hans eða sveigja stefnuna, og sá, sem það reyndi, mundi ekki eftir það kunna frá tíðindum að segja. Þeir áttu því aðeins einn kost: Þann að leggjast flatir á sleðann og láta andlit sín vísa fram, og fela síðan guði og hamingju sinni þá' för, er nú var hafin. Þeir létu frá brún og sleðinn tók skriðið fús og léttur. Hraðinn óx stöðugt og var innan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.