Dvöl - 01.01.1944, Blaðsíða 60

Dvöl - 01.01.1944, Blaðsíða 60
54 máli. Ég geri allt og sé um allan búskapinn gegn því að ég fái helm- ing uppskerunnar. Gengur þú að því?“ Kölski, sem er að eðlisfari mjög heimskur, gekk þegar að þessu til- boði. Hann setti það aðeins upp, að hann fengi dálítið af skelfiski, sem mikið veiðist af umhverfis hamar- inn, og honum þótti sérstakt sæl- gæti. Engillinn lofaði því. Þeir tókust nú í hendur, og spýttu svo útundan sér, að góðum og gömlum sið, til þess að stað- festa þennan samning. Síðan sagði engillinn: „En nú verður allt að fylgja á- kveðnum reglum. Ég vil ekki að þú komir og ásakir mig eftir á. Þú skalt nú sjálfur ákveða, hvort þú vilt heldur fá það af uppsker- unni, sem vex ofan jarðar, eða hitt, sem vex niðri í jörðinni". Kölski hugsaði sig um stundar- korn. Svo sagði hann með spek- ingssvip. „Ég vil heldur það sem vex of- an jarðar.“ „Þá er það útrætt mál,“ sagði engillinn. Síðan fór hann heim. En þegar liðið var hálft ár frá þessum tíma kom í ljós, að ekki var annað ræktað á jörðum Kölska en gulrætur, rófur, laukur, eða aðr- ar þær jurtir, sem bera rótar- ávexti, en gefa engan arð af yfir- vexti sínum. Kölski fékk því ekkert þetta ár- ið. Hann vildi rjúfa samninginn, D VÖL og kallaði Mikael erkiengil klækja- ref. En engillinn hafði nú fengið áhuga fyrir akuryrkju. Hann heimsótti nú Kölska í annað sinn og sagði: „Ég get fullvissað þig um, að þetta var ekki af yfirlögðu ráði gert. Þetta var einskær tilviljun, og að svona fór er alls ekki mín sök. En til þess að bæta þér þenn- an skaða, vil ég nú bjóða þér, að næsta ár fáir þú allt, sem vex niðri 1 jörðinni.“ „Látum það gott heita,“ sagði Kölski. En næsta vor voru allir akrar Kölska sánir þroskuðum rúgi og fegursta hveiti, höfrum, hör, smára, ertum eða öðrum jurtum, sem bera arð sinn í aldinum ofan jarðar. Kölski fékk ekkert heldur það árið og varð öskuvondur. Hann tók nú allar sínar jarðir I í eigin umsjá aftur og skellti skollaeyrum við, ef minnzt var á frekari samninga. Þannig leið heilt ár. Frá bústað sínum á hinum einstæða hamri horfði Mikael erkiengill yfir hina laðandi, frjóu jörð, þar sem Kölski gekk um og plægði og sáði, tók síð- an uppskeruna heim og þreskti kornið. En englinum lá við sturlun vegna vanmáttar síns. En þar sem hann gat nú ekki framar leikið á Kölska, ákvað hann að hefna sín á honum, og hann heimsótti hann og bauð honum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.