Dvöl - 01.01.1944, Blaðsíða 18

Dvöl - 01.01.1944, Blaðsíða 18
12 hunda, ala upp sauöi og góö hest- efni, þá talar þú eins og reyndur og vitur maöur. Þá skal enginn vera þér málsnjallari. Þú berö ekki alleina umhyggju fylír hestsins styrkleika og vekurð, heldur einn- ig fyrir hans heilbrigði og fegurð. Þá kanntu að tempra hirtinguna eftir þörfum. Ef þú þykist ekki vera fær um að hirða folann og kenna honum sem þér líkar, þá kemurðu honum strax niður og sparar hvorki ómak né tilkostnað til að geta fengið góðan hest. Já, hvað meira er, þú hefur útvegað þér þekkingu á öllu þessu sjálfur, svo þú ert nú upp á engan kominn og getur enda kennt öðrum. En þegar þú talar um uppeldið á börnunum þínum, þá talarðu eins og barn, sem hvorki veit til hægri né vinstri. Þá dettur þér ekki í hug að bera umhyggju fyrir heilbrigði þeirra og því síður fyrir útvortis kurteisi og fegurð. Þá kanntu ekk- ert hóf á hirtingunni. Ekki tímirðu heldur að sjá af einum skilding til að koma börnunum niður hjá einhverjum, sem getur uppfrætt þau. Barnauppeldið þitt, Þjóðólfur minn, er álíka eins og þú skyldir taka góðgengan fola og láta hann ganga úti á gaddinum með hin- um tryppunum, færir síðan að temja hann, áður en hann hefði fengið kraft til að bera þig. Af því að þú hugsaðir, að honum baggaði leti og þrái, berðir þú hann misk- unnarlaust á báða bekki. Á þennan D VÖL hátt gæti ekki hjá því farið, að þú víxlaöir hann og níddir úr hon- um allan gang, illan og góöan, veiklaðir hans ungu og óþjálfuöu krafta og gerðir hann þar að auki iatan, þráan og slægan. Og nú segði ég, að þú hefðir farið illa með gott hestefni.“ Þjóðólfur: „Já, illa — skammar- lega, en bændurnir eiga að kunna að hirða kvikfénað sinn, en ekki að vera lærðir.“ Aðkomumaður: „Satt segir þú það að vísu, og er það mjög hrós- vert, að þú kannt svo vel aö hirða sauðfénáð þinn og uppala hestefni. En bóndinn er þó ekki einungis skapaður til að eiga og uppala hunda, ketti, kindur, kýr og hesta, heldur til að eiga börn og uppala þau vel, og þar eð skaparinn hefur hagað því svo til, að maðurinn skyldi elska afkvæmi sitt, ekki ein- asta fram yfir önnur dýr, heldur fram yfir aðra menn, þá hefur hann þar með gefið til kynna, að vér ættum fyrst og fremst að bera umhyggju fyrir og uppala og upp- fræða börnin vel.“ Þjóðólfur: „Það kann að vera, en ég held, að börnin læri svona sjálfkrafa það, sem þau með þurfa. í það minnsta skil ég ekki, hvað maður getur alltaf verið að troða í þau.Mér sýnist það vera nóg aö vera kominn af góðum.“ Aökomumaður: „Það er að sönnu gamall málsháttur: Gott er að vera af góðum koviinn, en veiztu, hvað hann þýðir?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.