Dvöl - 01.01.1944, Blaðsíða 84

Dvöl - 01.01.1944, Blaðsíða 84
78 D V Ö L svo að hana þarf að lesa áður en lagt er af stað. Og svo á ferðamaðurinn að stinga henni í vasann, því að alltaf getur borið við, að gott sé að leita ráða hjá henni í vanda. Jón Oddgeir Jónsson, sem séð hefur um útgáfu bókarinnar, er fulltrúi Slysa- varnafélags íslands og kunnur leiðbein- andi um útivistir og hjálp í viðlögum. Var hann því tilvalinn umsjónarmaður þessarar bókar, og hefur, að því er bezt verður séð, tekizt prýðilega um val efnis og höfunda í bókina. Ritar hann sjálfur þrjá kafla hennar. En auk hans rita þessir menn bókina: Björn L. Jónsson. veður- iræðingur, Geir Gigja, kennari, Guðmund- ur Einarsson frá Miðdal, Gunnlaugur Claessen, dr. med., Gunnar Bjarnason, ráðunautur, Jónas Kristjánsson, læknir, Steinþór Sigurðsson, mag. scient, >ór Sand- holt, arkitekt og Þorkell Þorkelsson, veð- urstofustjóri. Eru þessir menn allir þjóð- kunnir og vita landsmenn, að þeir munu ekki láta frá sér fara annað en nýtan og gagnlegan fróðleik. Menn geta einnig gert sér nokkurn veginn í hugarlund um hvaða efni hver og einn muni rita, en því ættu menn helzt að kynnast nánar af eigin raun og eignast bókina og lesa af athygli. Hún er gagnleg, handhæg og ódýr. A. K. Skinjaxi, tímarit Ungmennafélaganna 1.—2. hefti 1943, kom út laust fyrir síð- astliðin áramót. Er ritið að miklu leyti helgað hinum kunna æskulýðsleiðtoga, Aðalsteini Sigmundssyni, sem drukknaði 16. apríl 1943. Var Aðalsteinn svo sem kunnugt er einn af helztu forvígismönn- um Ungmennafélaganna. Þetta hefti Skin- faxa er fjölskrúðugt, myndarlegt og mynd- um prýtt. Margt ágætra manna ritar í heftið, m. a. Benedikt Sveinsson, fyrrv. alþingismaður, sem á þar stutta en at- hyglisverða grein um endurreisn lýðveldis á íslandi. Þá eru frásagnir og f jöldi mynda af allsherjarmóti U. M. F. í að Hvanneyri síðastliðið sumar. Mun það mót hafa ver- ið hið veglegasta og merkasta. Má segja, að þetta hefti vitni um mátt og megin ungmennafélagsskaparins, og sé hið vand- aöasta. Þó vildi ég benda forráðamönn- um ritsins á að fletta upp í heftinu á bls. 21 og athuga, hvort erindinu, sem birt er þar úr kvæðinu „Vormenn íslands," sé ekki einhvers vant. Sigrid Undset: Hamingjudagar heima í Noregi. Bókaútgáfa Pálma H. Jóns- sonar, Akureyri. Brynjólfur Sveinsson þýddi. Síðan þessi heimsstyrjöld hófst og sam- band okkar við Norðurlönd rofnaði, hafa fremur fá verk eftir norræna höfunda verið þýdd á íslenzku, þótt aldrei hafi verið gefið út á íslenzku jafn mikið af erlendum ritverkum og hin síðustu árin. Stafar þetta svo sem gefur að skilja af því, að við eigum þess engan kost að fylgjast með bóHaútgáfu á Norðurlöndum á þessum árum, en höfum hins vegar komizt í nána snertingu við hinn ensku- mælandi heim og gefizt betri sýn inn í enskan ritheim en nokkru sinni fyrr. En er striðinu lýkur, munum við aftur snúa huganum til hinna Norðurlandanna, og er ég viss um, að margir íslendingar hlakka til að kynnast þeim bókmenntum, sem skapast hafa þar á tímabili skilnað- arins. Vert er þó að geta þess, að nokkur ágæt norræn verk hafa komið út á íslenzku síðan styrjöldin hófst, og eru sum þeirra þýdd úr ensku, því að íáeinir norrænir rithöfundar dveljast nú landflótta í Eng- landi eða Ameríku og hafa gefið út bæk- ur á ensku.. Meðal þessara bóka er Ham- ingjudagar heima í Noregi eftir norsku skáldkonuna Sigrid Undset. Þessi norska skáldkona er íslendingum allkunn, meðal annars af hinni miklu og merkilegu sögu — Kristín Lavransdóttir, — sem Helgi Hjörvar las í útvarpið fyrir nokkrum ár- um. Hlaut sú saga hinar mestu vinsældir að verðleikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.