Dvöl - 01.01.1944, Blaðsíða 62
56
D VOL
Bankast jóriim
Eftír .lames T. Farrell
Leifur Haraldsson þýddi
Lunkhead bankastjóri er af einni
helztu bankamannaættinni í New
York-ríki. Og hann hefur um daga
sína náð sérstökum árangri, sem
hann er mjög hreykinn af. Það er
hinn óvenjulegi glæsibragur yfir
útliti hans. Hann talar um það með
smitandi sjálfsánægju í röddinni.
Hann segir við þig, að þú vitir ekki,
hvað hann er gamall. Þú gizkar
á og segir: Svona þrjátíu og átta,
fjörutíu, fjörutíu og tveggja. Með
öðrum orðum: Það eina. sem Lunk-
head bankastjóra hefur tekizt full-
komlega, er að verða fimmtíu og
sex ára, án þess að vekja grunsemd
um, hve gamall hann er. Það sést
ekki grátt hár á stóra höföinu. Það
eru fáar hrukkur í andliti hans.
Þar er ekkert merki mikillar lífs-
reynslu. Það er vel á sig komið and-
lit, geymt af góðu líferni og hóf-
semi. Hann getur gengið inn í sal-
arkynni þéttskipuð fólki, teinréttur
og hnakkakertur, brosandi í kamp-
jarðir, akra og engi, dali og skóg-
arása.
Þannig sigraði verndardýrlingur
Normannanna — Mikael erkiengill
— Kölska.
Eflaust hefðu nú einhverjir aðr-
ir hugsað sér valdabaráttu hins
góða og illa á einhvern annan hátt.
inn að þeirri staðreynd, að það veit
ekki, hvað hann er gamall, og þegar
hann segir því það, lætur það undr-
un í ljós, og þá útskýrir hann,
hvernig hann fór að því að ná
fimmtíú og sex ára aldri án þess
að vekja grunsemd um, hve gam-
all hann er.
Því að það er heimspeki fólgin
í þessum merkilega árangri. Hann
segir frá því í stuttu, einföldu máli.
Þið eruð ekki eldri en ykkur finnst
þið vera. Þið eruð eins ungleg og
þið haldið, að þið séuð. Og þið verð-
ið að gæta hófs í hverri grein, og
aldrei gera of mikiö af neinu.
Það er annar ánægjulegur hlut-
ur í fari Lunkheads bankastjóra.
Hann þvingar ekki fólk til sam-
ræðna. Hann er óðfús á að tala
og lofa því að hlusta. Það þarf ekki
að gera annað en að skjóta að hon-
um spurningu við og við. Hann er t.
d. spurður: „Á hvaða grein mann-
legra mennta hafið þér mestan á-
huga?“ Hann mun skýra frá því.
Hann mun segja, að hann, hm, hafi
gaman af að lesa bækur. Já, hann
segir, að hann lesi sex til tólf bæk-
ur á ári. Hann les þær allar í júní.
Hvers vegna í júní? Það krefst út-
listunar, og Lunkhead bankastjóri
telur alls ekki eftir sér að gefa
rækilegar skýringar, þegar um