Dvöl - 01.01.1944, Blaðsíða 75

Dvöl - 01.01.1944, Blaðsíða 75
DVÖL 69 legt. Hann hljóp oftast síðasta spölinn að húsinu. Hann tók ryðgaða hespuna af kengnum og fór inn, og það var sama hvað hljóðlega hann opnaði, alltaf skyldi Gabílan horfa á hann yfir spilið. Hann hneggjaði lágt og stappaði framfætinum, og það var skært leiftur í augunum eins og sæi i glóð. Stundum var Billi Búkk fyrir í húsinu að kemba dráttarhestana og leggja á þá, ef eitthvað átti að nota þá. Billi stóð við hliðina á hon- um og horfði á Gabilan og hann sagði Jóa heilmikið um hesta. Hann útlistaði það hvað þeir væru voðalega hræddir um fæturna á sér, svo að maður yrði að smá prófa að lyfta á þeim fótunum og slá á hófana til að losa þá við hræðsluna. Hann sagði honum hvað þeim þykir vænt um að talað sé við þá. Hann yrði að tala við hestinn öllum stundum og segja honum ástæðuna til hvers eins. Billi var reyndar ekki viss um að hestar skildu allt sem við þá var sagt, en það væri ómögulegt að segja hve mikið þeir skildu. Hestar væru aldrei kargir ef einhver sem þeim þætti vænt um skýrði þeim frá málavöxtum. Billi gat nefnt dæmi um þetta. Hann hafði til að mynda vitað hest sem var yfirkominn af þreytú reisa sig þegar honum var sagt að ekki væri nema spölkorn á leiðarenda. Og hann hafði vitað hest vitlausan í hræðslu verða alveg óttalausan þegar húsbóndi hans sagði honum hvað það var sem hræddi hann. Meðan Billi var að tala við hann á morgnana, skar hann tuttugu—þrjátíu hálmstrá í smábúta og stakk þeim undir hatt- bandið. Á daginn þurfti hann svo ekki annað en að seilast í einn þeirra ef hann vildi stanga úr tönnunum á sér eða hafa eitthvað til að japla. Jói hlustaði með athygli, því hann vissi það sem almælt var, að Billi Búkk var ágætur hestamaður. Sjálfur átti Billi Indjánahest, sina- stæltana breiðhöfða, sem fékk næstum ævinlega fyrstu verðlaun á gripa- sýningunni. Billi gat snarað nautkálf, brugðið með reipinu tvöfaldri sjálfheldu 'um söðulhornið og farið síðan af baki, og þá þreytti hest- urinn bola eins og veiðimaður fisk, hélt kaðlinum strengdum unz hann skall flatur eða uppgafst. Á hverjum morgni, þegar Jói var búinn að kemba og strjúka hest- inn sinn, tók hann grindina frá básnum, og Gabílan ruddist fram hjá honum og hljóp gegnum húsið út í rétt. Þar hljóp hann hring eftir hring, og stundum tók hann undir sig stökk og kom niður á beina fsetur. Svo stóð hann titrandi með sperrt eyrun, ranghvolfdi í sér aug- unum svo að mataði í hvítt og lézt vera voða hræddur. Að síðustu gekk hann frísandi yfir að vatnsþrónni og dýfði flipanum niður í alveg upp að nösum. Þá varð Jói hreykinn, því hann vissi að eftir þessu mátti ðæma hesta. Bikkjurnar snerta vatnið með blá flipanum, en fjörugir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.