Dvöl - 01.01.1944, Blaðsíða 68

Dvöl - 01.01.1944, Blaðsíða 68
62 D V Ö I- hlýddi honum ævinlega án þess að spyrja nokkurs. Svo settist Karl Tiflín og teygði sig í eggjafatið. „Ertu til með beljurnar, Billi?“ spurði hann. „Þær eru 1 neðri réttinni," sagði Billi. „Ég gæti svo vel farið einn með þær.“ „Auðvitað gætirðu það. En maður er manns gaman. Þar að auki yrðir þú alveg skrælþurr í kverkunum." Karl var í léttu skapi þennan morguninn. Móðir Jóa rak inn höfuðið. „Hvenær heldurðu að þú komir aftur, Karl?“ „Það veit ég ekki. Ég þarf að hitta menn í Salínu. Ég get orðið fram í myrkur." Eggin og kaffið og kexið hurfu á svipstundu. Svo fóru piltarnir út og Jói á eftir. Hann horfði á þá stíga á bak hestunum og reka sex gamlar kýr út úr réttinni og yfir hæðina í átt til Salínu. Þeir ætluðu að selja þær í sláturhúsið. Þegar þeir voru horfnir upp af brúninni gekk Jói upp í brekkuna bak við bæinn. Hundarnir komu fyrir húshornið og teygðu sig og geispuðu af ánægju — Matti Mörður með langa loðna skottið og gulu augun, og Stormur, fjárhundurinn, sem hafði drepið úlf og misst annað eyrað í þeim leik. Heila eyrað reis nú meir en vera bar á skozk- um fjárhundi. Billi Búkk sagði að það færi alltaf þannig. Hundarnir báru trýnið spekingslega að jörðinni og héldu svo áfram, en voru að smálíta við til að sjá hvort drengurinn kæmi ekki á eftir. Þeir löbb- uðu upp í hænsnagarð og sáu lynghænu vera að éta með hænsnunum. Stormur elti hænsnin dálítið til að æfa sig, ef hann skyldi einhvern tímann komast í fjárhóp. Jói hélt áfram út á stóra akurinn og grænar kornstengurnar náðu honum yfir höfuð. Graskerin voru enn smá. Hann hélt áfram út að malurtabrúskunum, þar sem köld lind bunaði úr pípu ofan í víðan stamp. Hann laut niður og drakk út við grænan mosa- gróinn barminn, þar sem vatnið var bezt. Svo leit hann við og horfði ofan á bæinn, lágt, skýþvegið íbúðarhúsið umvafið blágresi, og langa skálann hjá sýprustrénu, þar sem Billi Búkk hafðist einn við. Jói gat séð stóra svarta pottinn undir sýprustrénu, þar sem grísirnir voru skubbaðir. Nú var sólin að koma upp yfir brúnina og glampaði á skjalla- hvít bæjarhúsin og útihúsin og brá mildum ljóma yfir döggvott grasið. Bak við hann, í háu malurtunum, hoppuðu fuglarnir um, og það skrjáf- aði í þurru laufinu. íkornarnir blésu hvellt úti á hæðunum. Jói leit aftur niður á bæinn. Það lá einhver óvissa í loftinu, hugboð um breyt- ingu og missi og tilkomu nýrra, óþekktra hluta. Tveir stórir svartir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.