Dvöl - 01.01.1944, Blaðsíða 13

Dvöl - 01.01.1944, Blaðsíða 13
D VÖL 7 gamla, alþjóðlega og hátíðlega Al- þingi. Sjálft þingið er liðið undir lok, og þjóðarinnar gamli þenk- ingarháttur, sem Alþing . einkum hjálpaði til að viðhalda, fer líka sömu leiðina. Það vakna upp hjá mér hátíðlegar tilfinningar og harmur undir eins, þegar ég renni huga mínum til hinna fyrri tíma, þá Alþing stóð í blóma sínum, og þeirra, sem nú eru, á hverjum þessi staður er með öllu í eyði látinn.“ Þjóðólfur: „Ég segi sama til, enda sögðu gamlir menn, að Alþing hefði verið einhver sá hátíðlegasti og yndislegasti fundur, sem þeir hefðu komið á. Ég kom hér einu sinni í uppvexti mínum með föður mínum, og man ég til þess enn, eins og það hefði skeð í gær.“ Önundur: „Ekki þykir mér be- haganlegt í þessu hrauni. Þá er það skemmtilegra í Reykjavík. Þar er maður nær tóbaki, brennivíni og kaffi, sem opmuntrar sinnið, Ekki skil ég heldur, að fyrri tíðirnar hafi verið betri en þessar. Þá voru eng- ir kaupstaðir til og ekkert af þeim hressingarmeðulum, sem ég nefndi. En þessar tíðir kynnu að blíva langt betri, ef menn vildu hætta þessu gamla slendríani og begynda með að leggja sig eftir akuryrkju, skógaplö'ntun, katffi- og tóbajk's- plöntun, fabríkveseni og fleiru, sem hjá útlendum tíðkast." Þjóðólfur: „Ég vil engar nýbreyt- ingar hafa. Þær hafa oftar orðið oss að illu en góðu. Ég hef heldur engan tíma til að vera að pæla upp alla jörðina og hlaða endalausa garða. Þeir ruddu sig líka hérna um árið, þegar þeir reistu klæðamyln- una á Suðurlandi, en hvernig fór? Hún valt á höfuðið með öllu sam- an. Aðra ætluðu Norðlendingar að reisa, en hún komst aldrei á kopp- inn, og þeir, sem lögðu peninga til, fengu lítið eða ekkert aftur.“ Sighvatur: „Satt er það, Þjóðólf- ur minn, að margar breytingar hafa oss til óhamingju orðið, ekki sízt hvað skólana snertir, en samt getur það ekki orðið oss að tjóni, þó við gerum smávegis tilraunir með það, hvort korn og tré geti vaxið á landi voru. En að þú, Ön- undur, hælir þessum tíðum fram yfir þær gömlu, þá held ég, að það sé fjarri réttu, því ef það er satt, sem stendur í viðbætinum við Gall- ettis ágrip af veraldarsögunni, sem landi vor og sagnaritari sýslumaður Espólín hefur útlagt á vora tungu, og ef það er áreiðanlegt, sem forn- sögur vorar herma frá landsins á- sigkomulagi, þá hafa fyrri tíðirn- ar haft mikla yfirburði yfir þessar bæði í tilliti til skóga. akuryrkju, jarðarræktar, höndlunar og fleiri hluta. Hvað því viðvíkur, að þú, Önundur minn, vilt láta okkur taka upp ýmsar nýjungar, er máske yfir höfuð að tala ekki illa meint, því altént hef ég hugsað, að bæði mætti endurbæta margt af því, er á með- al vor tíðkast, og líka innleiða nýja bjargræðisvegu, er landi voru kynnu að verða að notum, en það er auðséð, að kaffi- og tóbaksplönt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.