Dvöl - 01.01.1944, Blaðsíða 67

Dvöl - 01.01.1944, Blaðsíða 67
D VÖL 61 hvernig Billi hafði smá gildnað ár frá ári. Þegar hann hafði litið til loftsins studdi hann vísifingrinum að nefinu og blés gríðarlega, fyrst úr annarri nösinni, svo úr hinni. Svo neri hann saman höndunum og gekk ofan í hesthúsið. Hann kembdi og strauk tvo reiðhesta á básum og talaði við þá á meðan í hálfum hljóðurrí; og hann var rétt búinn er glymhyrnan kvað við inni í bænum. Billi lagði burstann og hrossa- kambinn á byrzluna og fór heim í morgunmatinn. Hann hafði unnið verk sitt af nákvæmni og þó notað tímann vel, og frú Tiflín var enn að slá glymhyrnuna, þegar hann kom heim að bænum. Hún kinkaði gráum kollinum til hans og hvarf svo inn í eldhús. Billi Búkk settist á tröppurnar, því hann var fjósamaður, og það átti ekki við að hann færi á undan inn í borðstofuna. Inni í bænum heyrði hann Karl Tiflín stappa fótum niður í stígvélin sín. Hið háa falska hljóð glymhyrnunnar hreyfði við Jóa litla. Hann var bara smástrákur, tíu ára gamall, með hár eins og gult rykugt gras og feimin grá augu, og munn, sem alltaf gekk, þegar hann hugsaði. Glymhyrnan vakti hann. Það kom aldrei fyrir hann að gegna henni ekki. Aldrei. Enginn sem hann þekkti hafði nokkru sinni gert það. Hann strauk flókið hárið frá augunum og smeygði sér úr náttfötun- um. Eftir augnablik var hann klæddur ■— blá milliskyrta og samfest- ingur. Það var langt liðið á sumar, svo auðvitað voru engir skór að dragnast með. Hann beið í eldhúsinu þangað til móðir hans fór frá vaskinum yfir að stónni. Þá fór hann og þvoði sér og strauk vott hárið aftur með fingrunum. Móðir hans leit hvasst á hann þegar hann 8'ekk frá vaskinum. Jói leit feiminn undan. ,.Ég verð að fara að klippa þig,“ sagði móðir hans. „Maturinn er á. borðinu. Farðu inn, svo hann Billi komi.“ Jói settist við langa borðið, sem hvítur vaxdúkur var breiddur á, gatþveginn hér og þar. Steikt egg voru í röðum á fatinu. Jói tók þrjú egg á diskinn sinn og á eftir þrjár þykkar sneiðar af harðsteiktu svína- kjöti. Hann verkaði með gætni blóðslettu af einni rauðunni. Billi Búkk kom þrammandi inn. „Þetta gerir þér ekkert,“ sagði hann. ..Það er eftir hanann.“ Svo kom faðir Jóa inn, hár og strangur, og Jói heyrði á skóhljóðinu áð hann var á stígvélum, en hann leit samt undir borðið til að vera viss. Faðir hans slökkti á lampanum yfir borðinu, því nú kom nóg dags- ijós inn um gluggann. Jói spurði ekki hvert pabbi hans og Billi væru að fara, en hann óskaði þess að hann mætti fara með. Faðir hans var stjórnsamur. Jói
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.