Dvöl - 01.01.1944, Blaðsíða 31

Dvöl - 01.01.1944, Blaðsíða 31
D VÖL 25 Munnvikin iöuðu af niðurbældum hlátri, sá hún, þótt hann héldi hendinni fyrir munninn. Svo hljóp hann fram hjá henni eins og strákur inn í svefnherbergið sitt. Og fyrst hann kom ekki að boröinu á réttum tíma, settist hún sár- gröm og fór að snæða ein. Og þeg- ar hún hafði lokið máltíðinni, lét hún taka af borðinu, og síðan fór hún út til þess að hlusta á fyrir- lestur hjá ágætum dósent um nafnháttasagnbætur í rúmensku. Bróðurinn sá hún ekki fyrr en við miðdegisverðinn. Þá var hann alvarlegur, en þó lá eitthvert æði og óhemja í augnaráði hans, og þess vegna talaði hún ekkert við hann, jafnvel ekki um mælsku- list rúmenskra biskupa, þótt hún brynni í skinninu. Þegar miðdegisverðinum var lokið, kom hann til hennar með hunangssætt bros á vörum og bauð henni tvær litlar sykurtöflur með kaffinu. Hún þáði þær, mest af forvitni, og lét þær í kaffið, og fann ekki betur, en af því kæmi hunangsbragð og fjóluilmur. Hún ieit í augu bróður síns, sem störðu rannsakandi á hana. Skyndilega skildist henni hvað á seyði var. Hann hafði byrlað henni eitur! Og án nokkurrar ástæðu! Það var al- veg óstjórnlega hlægiiegt. Hún kastaði sér niður í hægindastól, til þess að hlæja út. Þetta var eitt hið allra hlægilegasta, sem hún hafði lifað. Tárin streymdu niður kinnarn- ar, og hún varð að halda sér í stól- bríkurnar, og hláturinn sauð í henni. Þetta varð hún að segja eldhússtúlkunni — og auðvitað líka prófessorsfrúnni í nágranna- húsinu — þótt þær hefðu reyndar ekki heilsazt síðan þær leiddu saman hesta sína út af þakrenn- unni, sem lak. Hún danglaði flissandi í bróður sinn og skoppaði út úr stofunni. Bróðirinn horfði athugull á eftir henni og strauk skeggtoppinn. Svo kinkaði han kolli. Jú, meðalið hreif, jafnvel á systurina. Undra- iyf- Dr. Pepsiir snaraði sér nú til hinnar þekktu einkaleyfaskrif- stofu, Caries & Krebs. Hér var um að ræða uppfinningu, sem hann ætlaði að fá einkaleyfi á. „Hér hef ég sýnishorn af lyfinu“, og svo lýsti hann gagnsemi uppfinning- arinnar fyrir herra Caries. Herra Caries hóf upp brýrnar og sagði: „Hum, þetta getur varla átt nokkra framtíð. Það væri þá helzt í einstökum atvinnugrein- um. Og einkaleyfi? Er þetta nær- ingarefni, nautnalyf eða hress- ingarlyf? Flest ríki veita alls ekki einkaleyfi á næringarefnum". „Ja, það kemur nú eiginlega inn á svið allra þessara tegunda“, áleit dr. Pepsin. „Annars skiptir mig einkaleyfiö engu. Ég vil aðeins koma lyfinu á framfæri, svo vítt og breytt, sem mögulegt er. (Hér roðnaði hann.) Þetta er árangur ævistarfs míns“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.