Dvöl - 01.01.1944, Blaðsíða 31
D VÖL
25
Munnvikin iöuðu af niðurbældum
hlátri, sá hún, þótt hann héldi
hendinni fyrir munninn. Svo hljóp
hann fram hjá henni eins og
strákur inn í svefnherbergið sitt.
Og fyrst hann kom ekki að boröinu
á réttum tíma, settist hún sár-
gröm og fór að snæða ein. Og þeg-
ar hún hafði lokið máltíðinni, lét
hún taka af borðinu, og síðan fór
hún út til þess að hlusta á fyrir-
lestur hjá ágætum dósent um
nafnháttasagnbætur í rúmensku.
Bróðurinn sá hún ekki fyrr en
við miðdegisverðinn. Þá var hann
alvarlegur, en þó lá eitthvert æði
og óhemja í augnaráði hans, og
þess vegna talaði hún ekkert við
hann, jafnvel ekki um mælsku-
list rúmenskra biskupa, þótt hún
brynni í skinninu.
Þegar miðdegisverðinum var
lokið, kom hann til hennar með
hunangssætt bros á vörum og bauð
henni tvær litlar sykurtöflur með
kaffinu. Hún þáði þær, mest af
forvitni, og lét þær í kaffið, og
fann ekki betur, en af því kæmi
hunangsbragð og fjóluilmur. Hún
ieit í augu bróður síns, sem störðu
rannsakandi á hana. Skyndilega
skildist henni hvað á seyði var.
Hann hafði byrlað henni eitur! Og
án nokkurrar ástæðu! Það var al-
veg óstjórnlega hlægiiegt. Hún
kastaði sér niður í hægindastól,
til þess að hlæja út. Þetta var eitt
hið allra hlægilegasta, sem hún
hafði lifað.
Tárin streymdu niður kinnarn-
ar, og hún varð að halda sér í stól-
bríkurnar, og hláturinn sauð í
henni. Þetta varð hún að segja
eldhússtúlkunni — og auðvitað
líka prófessorsfrúnni í nágranna-
húsinu — þótt þær hefðu reyndar
ekki heilsazt síðan þær leiddu
saman hesta sína út af þakrenn-
unni, sem lak. Hún danglaði
flissandi í bróður sinn og skoppaði
út úr stofunni.
Bróðirinn horfði athugull á eftir
henni og strauk skeggtoppinn.
Svo kinkaði han kolli. Jú, meðalið
hreif, jafnvel á systurina. Undra-
iyf-
Dr. Pepsiir snaraði sér nú til
hinnar þekktu einkaleyfaskrif-
stofu, Caries & Krebs. Hér var um
að ræða uppfinningu, sem hann
ætlaði að fá einkaleyfi á. „Hér
hef ég sýnishorn af lyfinu“, og svo
lýsti hann gagnsemi uppfinning-
arinnar fyrir herra Caries.
Herra Caries hóf upp brýrnar
og sagði: „Hum, þetta getur varla
átt nokkra framtíð. Það væri þá
helzt í einstökum atvinnugrein-
um. Og einkaleyfi? Er þetta nær-
ingarefni, nautnalyf eða hress-
ingarlyf? Flest ríki veita alls ekki
einkaleyfi á næringarefnum".
„Ja, það kemur nú eiginlega
inn á svið allra þessara tegunda“,
áleit dr. Pepsin. „Annars skiptir
mig einkaleyfiö engu. Ég vil aðeins
koma lyfinu á framfæri, svo vítt
og breytt, sem mögulegt er. (Hér
roðnaði hann.) Þetta er árangur
ævistarfs míns“.