Dvöl - 01.01.1944, Blaðsíða 80

Dvöl - 01.01.1944, Blaðsíða 80
74 D VÖL „Dvöl" mun eins og aS undanförnu birta umsagnir um bœkur og hafa ýms- ir ritfœrir menn heitiö aöstoð sinni í því efni. Ættu bókaútgefendur að senda ritinu bœkur, sem þeir gefa út, til umsagnar og álits. Einnig œttu lesendur „Dvalar" að senda henni stutta pistla um bœkur, sem þeir finna hvöt lijá sér til að skýra, viðurkenna eöa gagnrýna. Mun ritið þiggja slíkar smágreinar með þökkum og birta þœr hér, ef þœr eru vel gerðar. Bókabálkur nœsta heftis mun verða allmiklu fjölskrúðugri en nú. Rit Bókmenntafélagsins árið 1943 eru komin út fyrir nokkru, og hafa verið send félagsmönnum. Ritin eru þrjú að þessu sinni, Skírnir, Upphaf leikritunar á íslandi eftir dr. Steingrím J. Þorsteinsson og Á Njálsbúð eftir dr. Einar Ól. Sveinsson. Öldungurinn Skírnir er nú 117 ára gam- all. Hefur hann margt gott flutt og þarf- legt um dagana, einnig hin síðari árin, svo að naumast er talandi um ellimörk á ritinu. Hitt dylst þó varla, að hálfgerður afvötnunarkeimur er af þessum síðasta árgangi. Ber þar allmikið á miðlungs- greinum, svo og ritgerðum um erlend efni, sem allvel mundu sóma sér í sunnudags- útgáfum blaðanna, en miður í Skírni. Það hefur verið reynt um skeið, að auka fjöl- breytni ritsins og láta það fjalla um flesta hluti milli himins og jarðar. Þetta hefur ekki tekizt nema miðlungi vel. Við eigum mörg tímarit almenns efnis, svo að Skírnir þarf ekki að seilast inn á það svið. Aftur á móti held ég, að hann ætti að leggja megináherzlu á norræn fræði, líkt og meðan Árni Pálsson var ritstjórinn. Það hefur hvort sem er verið svo um langt skeið, að hið markverðasta í Skírni eru ritgerðir af slíku tagi. Svo er einnig í hin- um síðasta árgangi. Virðist mér hvað mestur fengur í ritgerðum Halldórs bóka- varðar Hermannssonar um goðorð í Rang- árþingi, og séra Jakobs Jónssonar um auð og örbirgð í íslenzkri prédikun síð- ustu 100 árin. Ritgerð séra Jakobs er meðal annars skemmtileg sönnun þess, að ekki eru allir hinir yngri klerkar gjör- sneyddir fræðimennsku á góða og gamla vísu, þótt hvorki heyrist stuna né hósti frá flestum þeirra, þegar um slíkt er að ræða. í því efni er prestastéttinni geysi- lega aftur farið, hvað sem um annað kann að vera. Af öðru efni Skírnis má nefna geð- þekka ritgerð eftir Guðm. Finnbogason um náttúrufegurð í fornbókmenntum vor- um, grein Ásmundar Guðmundssonar um Davíð konung og Agnars Kl. Jónssonar um ræðismenn. Einnig á Guðm. Finnboga- son alllanga grein í ritinu, er hann nefn- ir „íslendingar," og er það að mestu leyti útdráttur úr bók með sama nafni. Af skáldskap flytur Skírnir kvæði eft Guð- finnu frá Hömrum og smásögu eftir Gunnar Árnason frá Skútustöðum. Loks eru nær 30 ritfregnir eftir 15 höfunda. Upphaf leikritunar á íslandi er dálítið kver, 88 bls., og hefur að geyma forsögu leikritagerðar hér á landi allt frá Skrap- arotsprédikunum skólapilta í Skálholti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.