Dvöl - 01.01.1944, Blaðsíða 37
DVÖL
fáeinir alvörumenii höfðu álitið
nauðsynlegt. Enginn gat bent á
neinar skaðlegar verkanir þessa
lyfs. Það virtist miklu fremur auka
mönnum heilbrigði og þrótt.
Elfan rann og heimurinn hló.
Menn skemmtu sér í einrúmi. Eng-
inn fann hjá sér þörf til að fara
og rabba við náungann. Hver og
einn hafði sína töfludós og hló
heima hjá sér.
Ridol verkaði líka á líkamlegar
þjáningar. Þær náðu ekki framar
til meðvitundarinnar — þar var
hláturinn einvaldur. Og hvað gerði
það þá, þótt eitthvað væri athuga-
vert við einhvern utskika kropps-
ins. Miðstöðin var alltaf upptekin
og anzaði ekki, þótt hringt væri
af útkjálkunum. Og færi svo illa,að
dauðinn nálgaðist og hertæki ein-
hvern, hryggði það a. m. k. ekki
aðstandendur hins dána. Þeir fengu
sér aðeins töflu og skellihlógu og
létu þá dauðu grafa sína dauðu.
Meðaumkunin hvarf úr sögunni
um leið og þjáningin. Vellíðanin
réð í heiminum. í sjúkrahúsum
beið enginn angistarfullur framan
við dyr skurðstofunnar, og við
dánarbeðina grét enginn. í kirkj-
urnar kom enginn. Þær sálir sem
áður beygðu sig þar í auðmjúkri
bæn, vígðust nú hinum eilífa
hlátri.
Optimus Strong brá sér nú aft-
ur til Evrópu með flughraðferðinni
og lenti á þaki risabygginganna
hans dr. Pepsin, þar sem valið lið
níu hundruð efnafræðinga vann
Si
að stöðugum endúrbótum á ridoli.
Dr. Pepsin tók á móti honum, föl-
ur af vökum og erfiði. Og við
munnvik Strongs voru djúpar fell-
ingar og varirnar voru svo herptar,
að hvergi sást í gulltönn. Hvorki
hann né Pepsin notaði ridol.
Heimsforsjónin hvíldi á þeim.
Ameríkumaöurinn klóraði sér
bak við eyrað og hnerraði af loft-
inu þarna inni. Síðan gaut hann
augunum á vísindamanninn. „Það
er eitthvað í ólagi með þetta allt
saman,“ rumdi hann.
Vísindamaðurinn kinkaði kolli
alvarlegur í bragði.
„Þetta virðist ekki eins tímabært
og ég hélt,“ sagði Strong ennfrem-
ur. „Og þetta hefur maður fyrir
alla bjartsýnina. Ég ætlaði að gera
heiminn hamingjasaman, og það
er hann, en ekki á þann hátt, sem
mér líkar og ég þarf á að halda.
Hann hlassaði sér niður á borð
með ótal tilraunaglösum. „Ég
græði; ekki vantar það. Allir doll-
arar heimsins flæða inn í banka
mína. Heimabruggarana, sem
bjuggu til ridol án leyfis hef ég
malað alla. Ég hef tekið fyrir
kverkarnar á bindindisfíflun-
um, og píslarvætti þeirra háma nú
í sig ridol — og geta ekki einu
sinni gert það í laumi. Hláturinn
í þeim ætlar að æra mann. En hvað
svo? Það var ekki þetta, sem ég
ætlaði að gera. Hvað á ég að gera
með alla þessa peninga?“ Og hann
hélt áfram. „Það var ekki þetta
sem ég vildi. Ég ætlaði að setja