Dvöl - 01.01.1948, Page 10

Dvöl - 01.01.1948, Page 10
8 D VÖL Eftir Robert Waitman. Sporvagn rann niður eftir Vic- toría Embankment í London. Morgunsólin glóði. í einu horni vagnsins sat ofurlítill hópur manna út af fyrir sig. Það voru þrír útlendingar — tveir karlmenn og ein kona —, og aldraður Eng- lendingur í tvisttreyju og flónels- buxum. Útlendingarnir þrír litu út fyrir að vera Egyptar. Þeir voru dökkir á brún og brá, vel klæddir og virt- ust vera heldra fólk. Konan sat þögul, og kolsvart hárið var vafið fast að höfðinu. Englendingurinn talaði hæg- látri en greinilegri röddu: . Og á kvöldin er hægt að sjá, hvort þingfundur stendur yfir í Parla- mentinu eða ekki, því að sé svo, er ætíð ljós í turninum á Big Ben“. Mennirnir tveir og konan höll- uðu sér fram og litu tómlega upp í turninn á Big Ben. „Þarna handan við götuna eru aðalstöðvar Scotland Yard — þarna, þar sem stóra hliðið er. Þið hafið auðvitað heyrt Scotland Yard getið?“ Mennirnir tveir kinkuðu kolli, og annar þeirra svaraði: „Já“. „Og þarna hinum megin er minnismerki fallna flugmanns- ins“, sagði aldraði maðurinn. Þeg- ar þau höfðu ekið fram hjá því, bætti hann við: „Eftir andartak komum við að Nál Kleópötru". Hann leit áfjáður á ferðafólkið, eins og hann vonaðist eftir að sjá votta fyrir áhuga á sviplausum andlitum þess. „Eins og ykkur er ef til vill kunnugt, var hún flutt frá Alex- andríu til London. Hún er önnur hinna tveggja egypzku broddsúlna. Hin er í París, að ég held, eða kannski í New York“. Gamli maðurinn beindi þessari síðustu skýringu til konunnar. Hún brosti dauflega og kinkaði kolli. Sporvagninn var nú kominn á móts við nál Kleópötru. „Þarna er hún,“ sagði aldraöi, maðurinn ákafur. „Skipinu, sem flutti súluna, hlekktist á í Biskayaflóanum, — ég held að það hafi verið um 1870. En til allrar hamingju var súl- unni bjargað." Mennirnir tveir horfðu út um gluggann alvarlegir í bragði og drúptu höfði samþykkjandi. „Hún skemmdist í fyrra stríði,“

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.