Dvöl - 01.01.1948, Side 14

Dvöl - 01.01.1948, Side 14
12 DVÖL augum eins og áhrifalausir svip- ir — eftirlíkingar af mönnum sem enginn haf'öi séð í veruleikanum. En nú snart þetta listaverk innstu tilfinningar hans, og honum fanst, þar sem líkanið stóð með framrétta höndina, sem þennan boðskap mætti lesa af vörum þess. „Grátið ekki, grátið ekki.“ Það var jafnvel líkast því, sem norrænn andi hefði mótað þessa mynd. Birtan yfir svipnum minnti svo óblandið á heiðríkan vorhim- in yfir bláfjöllum átthaganna. Hvert einasta meitilfar lista- mannsins var eins og heil hróp- andi prédikun, sem seint getur gleymzt. En aumingja stúlkan. Hvers vegna grét hún undir slíkum boð- skap? Við hlið hennar lá lítil, slitin fiðla og nokkrar fölnaðar liljur. Það var líkast því sem hún hefði ætlað að gróðursetja lífið á þessari gröf, fylla þetta þagnarríki með tónum. Atla langaði til að hugga hana, en árangurslaust leitaði hann i huga sínum að einhverri orðmynd — sverði — svo að hann gæti gengið á hólm við sorgina. í vand- ræðum sínum fálmaði hann til peninganna í vasa sínum. Hann kreisti þá í höndum sér. — Voru þeir ekki mælikvarðinn í þessu landi? Var ekki hægt að kaupa fyrir þá gleðina eins og allt annað? Ákveðinn gekk hann nokkur skref nær henni, en þá varð hann þess var, að hún hafði veitt hon- um eftirtekt og stöðvað ekkann. Á höfðinu hafði hún svarta slæðu, sem féll um herðar og brjóst, og af andliti hennar sást lítið nema augun, augun — þessi einkennilegu dökku augu, sem störðu á hann fast og rannsakandi. Atla fannst sem þau ýmist toguðu hann til sín eða skipuðu honum burtu. Gat það verið, að hún læsi hugsanir hans eða gerðu tárin augu hennar svona dularfull og æsandi? Hann snéri sér undan og ætlaði að fara, en þá barst rödd hennar að, eyrum hans. — Viljið þér hjálpa mér héðan? Jú, það var honum aðeins ánægja. Hann rétti henni hönd sína um leið og eitt hálfkæft orð kom fram á varir hans. — Hvert? Eitthvað, bara eitthvað. sagði hún. Hún studdi sig við arm hans, og hann fann, aö hún var óstyrk. Á leiðinni fram hvelfinguna voru þau bæði þögul, en þegar sólar- ljósið bar að augum þeirra og Atli sá niður yfir borgina, varð honum fyrst ljóst, hve lítilfjörlegur fylgd- armaður hann var. Eftir nokkra þögn vogaði hann svo að segja. — Fyrirgefið þér, ég er ókunn- ugur hérna. — Gerir ekkert til, sagði hún. — Viljið þér bara fylgja mér þarna upp eftir, ég skal svo vísa yður á vagn, sem fer til borg- arinnar. Um leið og hún sagði þetta, benti hún í áttina til Villette

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.