Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 17
I
D VÖL
15
Þrjú kvæði
EFTIR GUÐMUND GEIRDAL
MARGIR ERU KALLAÐIR--------------E N ....
Hann þráöi’ í æsku markiö, sem þeir stóru stefndu aö
og streittist viö aö fylgja þeim, og lék og söng og kvað,
og nær og nær hann færöist, eins og fley sem ber að höfn,
og fullvel gat hann lesiö þarna meistaranna nöfn.
En meöal þeirra gat hann hvergi greint sitt eigiö nafn,
þótt gefið hefði’ ’ann þjóðinni sitt hjartaljóöa-safn.
Hann nær víst aldrei markinu, sem mest hann þráöi fyr,
því margir eru kallaðir en fáir útvaldir.
LJÓÐIÐ.
Gott átt þú ljóö aö geta
gefiö vinum að smakka
eitthvað, sem öllum svalar
og allir í hljóði þakka.
Þú berð í þér yl heillar æfi
og angar, sem blóm í runna,
þú hljómar frá skáldsins hjarta
til hjartna, sem þrá og unna.
Eigirðu vængsins eðli
og elskir bláheiðan geiminn,
þá ljómarðu eins og ljósið,
sem leggur undir sig heiminn.