Dvöl - 01.01.1948, Side 18

Dvöl - 01.01.1948, Side 18
16 Dv6l H V A Ð — ? Hvað sýna þúsund þúsund spor hins þreytta manns? Einn þráðan dag, eitt þankastrik og þrautir hans. Hvað geyma liðin æfiár hins aldna manns? Einn vökudraum, eitt vængjablak og vonsvik hans. Hvað felur jörð við leiðarlok nins látna manns? Einn bleikan ná, eitt neyðaróp og nafnið hans. Tvær stökur. JÖRÐ í BAÐI. Sunna hljótt við sjónarbaug, söngs er gnóttir dvína, ber um óttu ljóss í laug litlu dóttur sína. STJÖRNUMERKIÐ SVANURINN. Eyðivegi flýgur frjáls, freyðir um meginbauga; heiðan sveigir svanur háls, seiðir meyjarauga. Guðm. E. Geirdal.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.