Dvöl - 01.01.1948, Page 20

Dvöl - 01.01.1948, Page 20
18 DVÖL vatni eða bláma himinsins? Og því skyldum við ekki mega gleðjast yfir litfegurð blómanna? Jú; ég vildi snúa við. Ég hafði enga löngun til þess að leika hetju og píslarvott. Ég óskaði þess eins að fá að vera ánægður með líf mitt. Ef ég aðeins fengi að vera niðri í dalnum, þar sem sólin skein. Það fór um mig hrollur, við gát- um ekki setið lengur. — Þú skelfur, sagði fararstjór- inn. —'’ Við skulum halda áfram. Hann reis á fætur og teygði úr sér í allri sinni stærð og horfði alltaf brosandi á mig. Það var hvorki háð né meðaumkvun í þessu brosi, hvorki harka né hlífð. Þar var ekkert annað en skiln- ingur og vizka. Það var eins og brosið hans segði: — Ég þekki þig. Ég þekki ótta þinn, og ég hef ekki gleymt hiki þínu. í hverju örvæntingarstökki, sem sál þín tekur, birtist ragmennska. Ég þekki þetta lotningarfulla augna- ráð, sem þú sendir sólinni. O, já, já, trúðu mér, ég skil þetta allt saman. Og með þessu brosi, sem bjó yfir öllum skilningi heimsins, horfði hann á mig, og svo sté hann fyrsta skrefið á leið okkar inn í hið dimma gil. Ég hataði hann og dáðist að honum í einu, alveg á sama hátt og böðullinn hatar öxina sem hann verður að y sveifla yfir hálsunum. Eg fyrirleit vizku hans og foringjahæfileika mest af öllu, að ekki sé minnzt á þann kulda, er hann sveipaði sig, og það, að hann skorti með öllu viðkvæmar tilfinningar. Já, ég hataði meira að segja þá eigin- leika í sjálfum mér, sem íéllust á allt það, sem honum fannst rétt. Hann var nú kominn langt á undan mér. Hann var kominn yfir urðina og svarta lækinn, og hann var í þann veginn að hverfa sjón- um mínum fyrir fyrstu kletta- snösina í gilinu. — Þú verður að bíða, kallaði ég hræddur. Já, ég var svo hræddur, að ég hugsaði með sjálfum mér um leið: Ef þetta væri draumur, mundi hann nú koma mér til hjálpar, og þá mundi ég vakna. Bíddu, kallaði ég, — ég get ekki fylgt þér eftir, ég er ekki tilbúinn. Foringinn stanzaði og leit í áttina til mín án ásökunar en með öll- um sínum skilningi, með allri sinni óþolandi vizku. — Kannski við ættum heldur að snúa aftur? spurði hann. En áður en hann hafði mælt síðasta orðið, vissi ég, að ég mundi svara neitandi, þótt allt í mér sjálfum, allar venjur mínar og öll ást mín hvísluðu áfjátt: — Segðu já, segðu já. Mér fannst sem allur heimur- inn og heimili mitt héngi sem þungir hlekkir um fætur mína. Ég vildi hrópa já, þótt ég vissi, að svarið mundi verða nei. Hann benti með útréttri hendi yfir dalinn, sem við höfðum yfir-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.