Dvöl - 01.01.1948, Qupperneq 22

Dvöl - 01.01.1948, Qupperneq 22
20 gefið og ég sneri mér enn þá einu sinni viö til þess að sjá hið ást- kæra heimili mitt. En hvílík sjón var það, sem mrætti augum mín- um. Hvítföl og ljómalaus sól skein, og allt þarna niðri virtist lífvana. Litirnir mættust í ósamræmi. Ang- andi blómilmurinn var þorrinn. En hve ég þekkti þetta vel, hvernig hann fór að því að svipta mig allri gleði, hvernig hann deyddi anda minn og lífsmátt. Hann gat magnað myrkur og lát- ið mig gleyma litunum. Ég þekkti þetta allt saman, og gamalt mál- tæki segir: — Það, sem var vín í gær, er sýra í dag. Nei, aldrei. Ég sá ekkert en fylgdi foringja mínum eftir. Hann hafði auðvitað á réttu að standa nú eins og alltaf. Ef ég gæti aðeins séð hann alltaf. Já, það hafði oft komið fyrir, að hann hvarf sjónum mín- um mínum og lét mig einan, al- einan með hinni ókunnu, hræði- legu rödd í brjósti mér. Ég þagði, en hjarta mitt hróp- aði án afláts: — Farðu ekki frá mér, farðu ekki, ég er að koma. Steinarnir í lækjarbotninum voru hálir og slýgrónir. Það var þreytandi og ósegjanlega erfitt að ganga þarna, fet fyrir fet á litl- um, hálum steinum, sem skriðnuðu undan fætinum. En nú dýpkaði gilið, og dimmir hamraveggir slúttu. Þeir belgdust út, og hvei einasta snös var grett á svip. Já, það var engu líkara, en fjallið DVÖI hefði ákveðið að kremja okkur sundur og afmá okkur með öllu. Við sáum engan himin framar, engar bylgjur, ekkert ljós. Ég gekk og gekk á eftir for- ingjanum. Oft greip mig óskiljan- legur ótti. Þá lokaði ég augunum. Á leið okkar varð svart blóm. Það stóð þarna með dapra og svarta flauelsvör. Það var fallegt blóm, og mér fannst sem það langaði til þess að trúa mér fyrir einhverju, en foringinn var svo langt á und- an mér, að ég mundi aldrei fram- ar verða hamingjusamur í þessu lífi, ef ég stanzaði andartak hjá þessu svarta flauelsblómi. Þá væri ég að eilífu glataður. Ég staulaðist áfram, blautur og forugur. Votir hamraveggirnir hölluðust meir og meir saman og klemmdu að okkur. Foringinn tók að syngja göngu- lag. Hann söng í takt við fóta- takið skærri, ákveðinni drengs- rödd: — Ég vil, ég vil, ég vil. Ég vissi, að hann var að syngja til þess að glæða hugrekkið hjá mér. Hann gerði það til þess að hjálpa mér að komast þessa erfiðu leið, sem mér fannst liggja til glötun- ar. Auðvitað ætlaðist hann til þess, að ég tæki undir við sig. En þess sigurs gat ég ekki unnað honum. Þar að auki var mér ekki létt um söng. Ég var aðeins mann- eskja, fátæk, einstæð manneskja. — Ég vil, ég vil, ég vil, söng fararstjórinn í sífellu. Ó, ef ég
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.