Dvöl - 01.01.1948, Qupperneq 26

Dvöl - 01.01.1948, Qupperneq 26
24 DVÖL — Honum líður vel, góða mín, sagði hjúkrunarkona. — En þér verðið að reyna að hressast, áður en þér sjáið hann. — Segið það ekki; ef það er ekki satt. — Það er satt. Hann er úr allri hættu. Aðeins smávægileg meiðsl. En nú verðið þér að hvíla yður. Þér verðið að sofna. Hún lézt hlýða. Læknirinn sagði við hjúkrunar- konuna frammi á ganginum: — Ég held hún nái sér. En hún gat ekki sofnað. Hún var að hugsa um það, sem hjúkr- unarkonan hafði sagt. Var það •satt? Ef hann væri------ef hann væri nú mikið meiddur? Mundu menn segja henni það, ef svo væri? Mundi mönnum ekki finnast það meiri hjartagæzka að ljúga? Hún varð að fá að vita sannleikann. Að lokum fann hún lausn. Ef hún spyrði ekkert um hann, mundi fólkið þegja ef hann væri-------, en ef hann væri heill eða lítið meiddur, mundi fólk færa henni fréttir af honum og kveðjur frá honum ótilkvatt og óspurt. Daginn eftir spurði hún einskis, og hjúkrunarkonan sagði heldur ekki neitt. Er leið að kvöldi, fannst lækninum, sem henni hrakaði. Nú vissi hún líka, að það var verið að reyna að tæla hana til þess að lifa — alein. En hún hafði lofað honum, að þau skyldu alltaf vera saman — að eilífu. Til þess að vera fullkomlega viss um þetta, opnaði hún augun seinna um kvöldið og leit á hjúkr- unarkonuna. Hjúkrunarkonan fór þegar að tala við hana, glaðiega og örvandi, en nefndi hann þó ekki á nafn. Nú var hún alveg hss um það. Daginn eftir sagði læknirinn við hjúkrunarkonuna: — Ég hélt, að hún mundi verða mikiu betri í dag, en hún virðist lakari. Ég er farinn að óttast um hana. Hún virðist vera komin á það stig, er engu má muna^ að menn missi jafnvægið. Viðnám hennar getur bilað, þegar minnst varir. í rökkrinu um kvöldið, er lækn- irinn stóð við rúm hennar og horfði á föla andlitið með brosið við munnvikin, sagðí hann við sjálfan sig: — Ég er hræddur um, að hún ætli að yfirgefa okkur. Grunur hans reyndist réttur. Morguninn eftir heyi’ði hjúkrun- arkonan, að hún sagði: — Bíddu, vinur minn. Og stuttu seinna hvíslaði hún lágt: — Að eilífu, elskan mín. Hjúkrunarkonan leit út um gluggann og sagði við lækninn: — Þau ætluðu að fljúga saman yfir fjöllin þarna í vestri. — Það hafa þau kannske þegar gert, sagði læknirinn. Hjúkrunarkonan leit, á rúmiö aftur og sagði: — Hvílík blessun, að hún skyldi aldrei þurfa að vita neitt um það.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.