Dvöl - 01.01.1948, Qupperneq 34

Dvöl - 01.01.1948, Qupperneq 34
32 D V ÖI» Joe grandskoðaði hann eins og vís- indamaður. — Geturðu sannað, að þetta sé áreiðanlega stjarna? — Þetta lík- ist miklu meira — — — Augu Sneckys ætluðu út úr höfði hans. — Nei, — nei! Ef þú segir þetta aftur, skal ég pína þig! — Sannaðu það þá! Snecky mjakaði sér niður af bekknum. — Bíddu bara eitt augnablik. Hann gekk yfir á annan enda torgsins, þar sem birtan var mikil, og lagði stjörnuna varfærnislega niður. Síðan tók hann að draga hring utan um það svæði, sem bjarminn frá stjörnunni sást í, rétt eins og rauðskinni á veiðum. — Ég held þú sért eitthvað verri, Snecky! Hann kærði sig kollóttan um það, sem Joe sagði, og hélt áfram, unz hann hafði dregið hringinn alian. Skyndilega nam hann stað- ar og stóð grafkyrr eins og hann væri negldur fastur. — Hér Joe . . . flýttu þér . . . ! Joe kom. — Beygðu þig niður, — eins og ég geri! Joe beygði sig. Snecky athugaði ahdlitssvip vinar síns gaumgæfi- lega. Augu hans urðu geysistór aí undrun. Kinnar hans urðu blóð- rjóðar. Þunnar varirnar gliðnuöu í algjöru brosi við uppgötvunina. Snecky lagði handlegg sinn yfir axlir Joe. — Hvor okkar var svo meiri kjáni, ha? Rödd Joe var lág: — Þetta er furðulegt, Snecky. Ertu viss um, að þetta sé rétt? — Hvort ég er! Ég sá hana hrapa. — Frá himninum? — Hér er hönd mín. Ég var á gangi niðri í Sauchiehallarstræti og varð litið upp. Þá sá ég hana koma eítir himninum eins og rak- ettu og hrapa niður á þakið hjá Woolworths, — síðan kom hún hoppandi nið'ur á strætisvagn og svo niður á gangstéttina — og svo .... Augu Joe voru full af eftirvænt- ingu. — Trúirðu mér nú, Joe? — Já. — En hvað ætlarðu að gera með hana, Snecky? — Leggja hana undir koddann minn og dreyma og verða ríkur. — Þú ert svei mér hamingju- samur, Snecky. Ég vildi bara, að ég ætti stjörnu líka. Geturöu ekki lofað mér að hafa hana með þér, svo að ég geti líka sofið á henni? — Því þá? — Þá verðum við báðir ríkir, og svo getum við keypt allan Cow- cadden. — — Því það? — Og þá gerum við þar alveg eins og hjá Mary frænku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.