Dvöl - 01.01.1948, Qupperneq 40

Dvöl - 01.01.1948, Qupperneq 40
38 D VÖI M AI OG JANÚAR EFTIR GOEFFREY CHAUCER Einu sinni bjó auðugur og mik- ils metinn riddari suður á Lang- barðalandi. Hann hét Janúar. Hann hafði lifað ókvæntur í sex- tiu ár og ætíð sefað fýsnir sínar til kvenna eins og bezt féll. Þannig haga þeir sér þessir heimskingjar, sem kallast piparsveinar. En er hann stóð á sextugu, fékk hann sterka löngun til þess að kvongast. — En ég vil ekki giftast gamalli konu, sagði hann við sjálfan sig. Hún má alls ekki vera eldri en tvítug. Ungt hold er betra en gamalt og seigt. Konur, sem komn- ar eru um og yfir þrítugt, gera ekkert nema éta og verða aldrei annað en hengilmænur. Og ekkjur kunna svo margs konar tilburði, brögð og brellur, að ég mundi aldrei geta lifað í sátt við þær. Þær hafa gengið í fleiri en einn skóla og hafa læi’t alltof mikið. En unga konu er hægt að móta eins og vax. Aftur hljómaði söngurinn — sálmur um endurfundi, kinnar, sem aldrei blikna, dag, sem aldrei iíður að kvöldi. En rétt fyrir neð- an sáluhliðið gjálpaði aldan og máði brért landið, sem fólkið stóð á. Jón Helgason, þýddi. Á hverju kvöldi, er Janúar var háttaður, hugsaði hann um hjóna- band, og mörg falleg andlit liðu honum fyrir hugskotssjónir. En að lokum komrt hann að piðurstöðu í þessu máli. Hann valdi sér stúlku, sem var ung og fjörug, hafði mjótt mitti, langa, ávala hand- leggi og kvenlega framkomu, og hann hratt öllum öðrum úr huga sér. Þessi stúlka hét Mai. Kaupin voru gerð, og þau voru gefin saman. Janúar hélt dýrð- lega brúðkaupsveizlu í höll sinni með hljómlist dansi, víni og góð- um mat. Janúar hafði sjálfur hina beztu matarlyst, en Mai sat hljóð við borðið og var yndisleg álitum, björt og hrein eins og skínandi vor- morgunn. í hvert sinn, er Janúar leit á andlit hennar, greip hann hrifning, og hann hugsaði með sjálfum sér: — Guð gæfi, að allt þetta fólk væri horfið héðan, og nú væri komin nótt og sú nótt. varaði að eilífu. Höllin dunaði af söng og dansi, og allir skemmtu sér konunglega. Allir, að undanteknum manni ein- um, sem hét Damian og var skjald- sveinn. Starfi hans nú var að þjóna við borð riddarans. Hann horfði frá sér numinn á hina ungu brúði, unz svo mikill svimi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.