Dvöl - 01.01.1948, Page 43

Dvöl - 01.01.1948, Page 43
DVÖL 41 að segja ekki meira um þetta. Að lokum var þó hringt til kvöldverð- ar, og þá urðu þau að rísa úr rekkju. En upp frá þessum degi bar Mai svo ríka samúð í brjósti til hins unga og sjúka Damians, að henni fannst sem hún mundi ekki líta glaða stund, fyrr en hún hafði veitt honum einhverja gleði. Hún sagði við sjálfa sig: — Já, hvað sem hver segir, þá verð ég að játa, að ég elska hann mest allra lif- andi vera, þótt hann eigi ekki skyrtuna utan á sig. Göfugt hjarta verður oft gripið sterkri meðaumk- un. Margar konur eru svo stór- huga, en hjörtu annarra kvenna virðast hörð sem steinn, og þær hefðu eflaust margar hverjar held- ur látið hann deyja en að játa hug sinn til hans, og láta sig engu skipta þótt þær gerðust þar með morðingjar. Hin göfuga Mai skrifaði nú Damian bréf, þar sem hún sagði honum hug sinn allan. Það skorti því ekki annað en nefna tíma og stað, til þess að það, sem hann óskaði heitast, gæti fram farið. Og dag einn, er Mai gafst færi á, gekk hún til herbergis Damians og fékk honum bréfið. Hún tók hönd hans og þrýsti hana innilega og bað hann að reyna nú að láta sér batna sem allra fyrst. Síðan igekk hún aftur til Janúars. En morguninn eftir reis Damian úr rekkju. Sjúkleiki hans og sorgir r----------------------------------\ Geoffrey Chaucer er fæddur nálægt I 1340 og dáinn árið 1400. Raunar vita menn harla lítið um hann og líf hans annað en það, að hann var af ensk- um borgarættum og stóð í allnánum tengslum við eina af hinum ensku hertogahirðum og var stundum í fjár- þröng. En í þess stað er mönnum því betur kunnugt um lífsskoðanir hans og frábæra mannþekkingu. Hvort tveggja kemur ljóst fram í ritverkum hans, en þó ljósast í aðalverki hans Canterbury Tales, sem er talið eitt af höfuðskáldverkum enskrar tungu. Chaucer var frumherji raunsæis- stefnunnar og lýsti lífinu eins og það kom honum fyrir sjónir, en hann var líka mikið skáld, sem kunni að gera lýsingar sínar litríkar og heillandi. — Smásagan, sem hér birtist, er mjög skýrt dæmi um gamansemina í frá- sagnarlist Chaucers. Sagan er birt hér í óbundnu máli, þótt flestar sögurnar i Canterbury Tales séu rímaðar eða hálfrímaðar. v----------------------------------/ voru á bak og burt. Hann snyrti sig og klæddi, sem bezt hann gat, svo að hann liti sem bezt út í augum frúarinnar. En nú er nauðsynlegt að skjóta því að til skÝringar, að Janúar átti stóran trjágarð, sem var umgirtur háum múrvegg. Þetta var óviðjafn- anlega fagur garður, og guðinn Plútó og Proserpína drottning hans komu þangað oft ásamt dís- um sínum og álfum til þess að dansa og syngja. Janúar hafði svo miklar mætur á þessum garði, að hann bar ætíð sjálfur á sér silfurlykilinn að

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.