Dvöl - 01.01.1948, Page 48

Dvöl - 01.01.1948, Page 48
46 II Duce varpaði klæðum og stökk út í tjörnina, en það var sama hvernig hann hamaðist — karfarnir stóðust allar árásir. Að lokum skreið Mússi aftur upp á tjarnarbakkann, móður og más- andi, en tómhentur. — Jæja, þá er nú komið að yður, Churchill, sagði Hitler. — Lofið okkur að sjá aðferðir yðar. Churchill stóð rólegur á fætur, tók teskeiö sína og beygði sig nið- ur að tjörninni. Síðan fór hann DVÖL að ausa vatninu úr henni með te- skeiðinni aftur yfir öxl sér, og þannig hélt hann áfram um stund. aðfarir. — Hvað eruð þér að gera Hitler horfði undrandi á þessar spurði hann að lokum óþolinmóð- ur. — Ja, þetta tekur auðvitað lang- an tíma, svaraði Churchill og hélt áfram að ausa með teskeið sinni, — en við vinnum nú samt striðið að lokum. (René-Gilbert Renaud). S T Ö K U R FINGRAFOR. Æskuharma fingraför, fjöld af túrarúnum, blasa viö mér eins og ör undir sumra brúnum. ANNIR. Lætur ekkert á sig fá ytri blekkinguna hreinn og ílekklaus andi’ er á innri þekkinguna. HINN SANNI MAÐUR. Þreyttum hug er þungt um ílug, þrautir buga’ og lama ’ann. Úr mér sugu annir dug áratugum saman. Guðm. E. Geirdal.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.