Dvöl - 01.01.1948, Page 53

Dvöl - 01.01.1948, Page 53
DVÖL 51 Húsið sá ég að var málað ljósbrúnt með dekkra skrautí, eins og alvana- legt er um skóla og járnbrautarstöðvar í Kaliforníu. Tvö járnhlið voru á limgerðinu, að framan og til hliðar. Útihúsin voru utangarös, bak við húsið. Gerðið virtist ótrúlega sterkt og þétt. „Limgerðið ver fyrri storminum,“ kallaði Alex upp yfir skröltið í bílnum, „Ekkert ver það fyrir Bjarnar-Jóa,“ anzaði ég. Skugga brá á andlit hans. Hann benti á hvítkalkað hús úti á vellinum. „Þarna búa kínversku verkamennirnir. Það eru góðir verkamenn. Ég viidi, að ég hefði nokkra slíka.“ Léttivagn birtist í þessu framundan gerðinu og beygði út á veginn. Grái dráttarhesturinn var gamall, en vel hirtur, vagninn gljáfægöur og aktygin glampandi. Á augnhlífum hestsins var stórt H úr silfri. Mér sýndist taumurinn of stuttur á svona gamlan hest. Axel kallaði. „Þarna koma þær og eru að fara í kirkju.“ Við tókum ofan og hneigöum okkur fyrir konunum um leið og þær fóru framhjá og þær kinkuöu kurteislega kolli. Ég virti þær vandlega fyrir mér og varð hverft við. Þær voru næstum þvi nákvæmlega eins og ég hafði hugsað mér. Bjarnar-Jói var enn óhugnanlegri, en mér haföi hugsazt, fyrst hann gat meö raddblæ. einum saman lýst útliti fólks. Ég þurfti ekki aö spyrja hvor væri Emalín og hvor Amý. Skæru, hvössu augun, ákveðna hakan, munnurinn, sem líktist demantsrispu á gleri, beinn líkamsvöxtur, án allra boglína, það var Emalín. Amý var ákaflega lík henni, en þó svo ólík. Hún var mjúkleg. Augu hennar hlý, varirnar blómlegar og brjóstmikil var hún, en samt lík Emalin. Varir Emalín voru beinar og þunnar frá náttúrunnar hendi, en Amý gerði sínar varir þunnar. Emalín hlýtur að hafa verið fimmtíu til fimmtiu og fimm ára gömul og Amý einum tíu árum yngri. Mér gafst aðeins örstutt tækifæri til að horfa á þær og ég sá þær aldrei aftur. Því vir'ðist einkennilegt, að engan í víðri veröld þekkti ég betur, en þessar tvær konur. Axel hrópaði. „Þú sérð hvað ég á við með aðalsnafninu.“ Ég samþykkti. Hvert samfélag mundi hljóta öryggiskennd af því, að hafa slíkar konur meðal sín. Staður eins og Loma, með þokulofti sínu og stóru, óþverralegu fenjunum, þarfnaðist mjög Hawkinssystr- anna. Nokkurra ára dvöl þar, gat spillt geði manns, ef áhrifa þessara kvenna gætti ekki til mótvægis. Þetta var góð máltíð. Systir Alex steikti hænsnin í smjöri og fór að öllu rétt. Óvild mín og tortryggni á matsveini okkar jókst. Seinna sátum við í borðstofunni og drukkum göfugt koníak.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.