Dvöl - 01.01.1948, Qupperneq 57

Dvöl - 01.01.1948, Qupperneq 57
D VÖL 55 eftir völlunum. Ég þóttist heyra lága stunu hinum megin við gerði Hawkinssystranna og þegar ég kom út úr þokunni, sá ég mannveru hraða sér eftir enginu. Af því hvernig hún dró fæturna, þóttist ég vita, að þar færi einn kínverski verkamaðurinn, sem gengi á ilskóm. Kínverjar eta margt, sem tína verður á næturþeli. Alex kom til dyra, þegar ég barði. Hann virtist glaður að sjá mig. Systir hans var ekki heima. Ég settist við ofninn og hann kom með flösku af sínu ágæta koníaki. „Ég heyrði, að ykkur gengi illa,“ sagði hann. ' Ég skýrði frá viðburðunum. „Óhöppin virðast reka hvert annað. Pilt- arnir eru búnir að reikna út, að þau verði ýmist 3, 5, 7 eða 9 í röð.“ Alex kinkaði koili. „Ég hef líka trú á því.“ „Hvernig líður Hawkinssystrunum,“ spurði ég. „Mér fannst ég heyra einhvern gráta, þegar ég gekk þar framhjá.“ Alex virtist tregur til að tala um þær og þó jafnframt langa til þess. „Ég kom þar fyrir viku síðan. Miss Amý er ekki vel frísk. Ég sá hana ekki, bara Miss Emalín.“ Svo hraut út úr honum. „Það vofir eitthvað yfir þeim — eitthvað. —“ „Það mætti halda, að þú værir nákominn þeim,“ sagði ég. „Já, — feður okkar voru vinir. Við kölluðum systurnar frænkur. Þær gera aldrei neitt rangt. Það væri slæmt fyrir okkur öll, ef Hawkins- systurnar væru ekki þær, sem þær eru — — —“ „Samvizka sveitarinnar?“ spurði ég. „Borgin á bjarginu,“ sagði hann. „Heimilið, sem gefur börnunum köku og ungu stúlkunum góöar lífsreglur. Systurnar eru stórlátar, en þær trúa á það, sem við öll vonum að sé rétt. Þær breyta eins og — ja — eins og það borgi sig bezt að vera heiðarlegur og að líknsemi feli raunverulega í sér laun. Já, við þörfnumst þeirra.“ „Ég skil.“ „En miss Emalín er að berjast við eitthvað hræðilegt og — ég er hræddur um, að hún muni ekki sigra.“ „Við hvað áttu?“ „Ég veit það ekki sjálfur, en mér hefur dottið í hug, að ég ætti að skjóta Bjarnar-Jóa og henda honum í fenið. Mér hefur dottið það í hug í fullri alvöru.“ „Hann getur ekki að þessu gert,“ andmælti ég. „Hann er aðeins eins konar hljóðnemi og spiladós sem sett er í gang með glasi af viský í staðinn fyrir peninga." Svo spjölluðum við um önnur málefni og nokkru síðar rölti ég til
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.