Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 62
60
DVÖL
inga getur veriS varhugaverS stiltækni,
enda þótt ég sé því ekki fylgjandi, sem
ég las einhvers staðar ekki alls fyrir
löngu, að „engin þjóð i veraldarsögunni
hefði orðið að stórveldi, sem notað hefði
ákveðinn greini í máli sínu.“ En að ýmsu
má of mikið gera. Þess verður þó að
gæta, að Jón Björnsson er svo að segja
nýbyrjaður að skrifa á móðurmáli sínu,
og þessa bók hefur hann frumsamið á
dönsku. í Danmörku fékk hún hina beztu
dóma og seldist vel. Höf. er talinn hafa
náð miklu valdi á danskri tungu, og fyrir
mörgum árum orðinn víðlesinn ytra,
endaþótt hér heima þykist fáir við hann
kannast.
Krókalda. — Skáldsaga eftir Vil-
hjálm S. Vilhjálmsson. Helgafell.
Reykjavík 1947.
Krókalda. — Síðastliðið haust sendi
Vilhj. S. Vi’hjálmsson frá sér annað bind-
ið af alþýðusögu sinni, sem strax vakti
athygli, er hún kom fyrst á markaðinn
fyrir röskum tveim árum. Menn hafa
beðið þéssarar bókar og menn bíða fram-
haldsins.
Það þarf ekki að kynna Vilhjálm, og
það þarf varla að kynna söguna heldur.
Hins er vert að geta, að þeim vonum,
sem höf. gaf með fyrstu bókinni hefur
hann ekki brugðizt með þeirri næstu.
Krókalda getur hæglega staðið ein sér
sem sjálfstæður róman, hins vegar er
hún auðséð framhaid af Brímar við Böl-
ldett, sögupersónurnar halda áfram að
lifa þar, en aðrar og nýjar koma einnig
við sögu. Athyglisverðast við bókina er
samt það, að frásagnarháttur þessa bind-
is er hnitmiðaður á köflum, en það var
hann varla í fyrsta bindinu. Þarna ber
miklu minna á journalistanum, melra á
rithöfundinum, skáldinu. Upphaf bók-
arinnar fannst mér ekki taka hug minn
óskiptan eins og þeirrar fyrri, hins vegar
eru í þessari bók lýsingar og atvik, sem
maður gleymir ekki, og allt sem V. S. V.
skrifar er gætt sama lifinu, sömu frá-
sagnargerðinni, mannþekkingunni, svo
maður hefir hann stundum grun-
aðan um að segja ekki allt sem hann
veit. Ég er ekki í neinum vafa um það,
að hann getur skrifað miklu lengra mál
en hann gerir í þessum bókum um sama
efnið, dvalizt lengur við smáatriði, jafn-
vel á stöku stað orðið fyllri og skorin-
orðari, þar sem hann er einmitt sterk-
astur og þarf ekki að óttast neina van-
getu. Mér kemur til hugar náttúrulýs-
ingar, lýsingar á briminu við suðurströnd-
ina, — svo ég nefni dæmi; — ég held,
að V. S. V. gæti skrifað heilan innskots-
kafla um ekkert annað en brim, — og
kaflinn orðið listaverk, ef höf. væri í
essinu sínu. Á hinn bóginn ber að virða
það, þegar menn frekar takmarka það
sem þelr segja, heldur en breiða úr því
um of. Ég les varla andstyggilegri bækur
en þær, sem höfundar reyna að teygja
og teygja, spinna og vefja utan um svo
sem ekkert — nema stíltæknin sé þá á
háu stigi, helzt geysiháu. Með því einu
móti er slíkt afsakanlegt.
Hins vegar trúi ég, að höfundur Krók-
öldu þurfi ekki að óttast. Næstu bókar
hans er beðið með eftirvæntingu. Hann
hefur þegar unnið sér traust. Hann hef-
ur rausnarlega af stað farið með efni
úr lífi þjóðarinnar, og hann kann að
fara með það.
Ég vil að lokum geta þess, að útgáfa
beggja þessara bóka er hin smekklegasta,
og hefðu þó prentvillur í fyrrnefndu bók-
inni mátt vera drjúgum færri.
Reykjavík, 19. febr. 1948
Ellas Mar.