Dvöl - 01.01.1948, Qupperneq 65

Dvöl - 01.01.1948, Qupperneq 65
dvöl 63 fer þar ýmist eftir eigin sjón og raun eöa frásögnum annarra. Er þetta fyrsta bók í safni er Hlaöbúð hyggst muni gefa út á næstunni og tileinka fyrst og fremst hinni yngri kynslóð í landinu. Nefnist Þetta safn einu nafni Vœringjar. Þessi bók Þorsteins er ákaflega lipur og skemmtilega skrifuð, enda kann hann vel að segja frá. Frásögnin er lifandi og fjörleg, og svo „spennandi", að maöur getur tæpast slitið sig frá lestrinum, fyrr en bókinni er lokið, enda koma þarna uiargar hugþekkar hetjur við sögu. Þessi bók verður áreiðanlega mörgu ungu fólki kærkominn og ánægjulegur lestur. Allmargar myndir prýða bókina. A. K. Visnabókin. Vísúrnar valdi Simon Jóh. Ágústsson. Teikningar eftir Halldór Pétursson. — Hlaðbúð Reykjavík 1946. — Prentsmiðjan Hólar h.f. Meó bók þessari er gerð tilraun til að velja börnum lestrarefni úr þjóölegum bókmenntum vorum, og er sú tilraun fyllsta þakklætis og viöurkenningar verð. Bókin hefur að geyma ýmsa gamla hús- ganga í bundnu máli, vísur, ljóðabrot og stef, sem íslenzkar mæður hafa raul- að við börn sín ættlið fram af ættlið, fyrnsku. — HaU,dór Pétursson listmálari hefur skreytt bókina myndum, og þar á hieðal nokkrum litmyndum. Er það fyllstu virðingar vert, ef listamenn þjóð- arinnar vildu leggja sinn skerf til að opna börnum og unglingum töfraheima Þjóðlegra bókmennta vorra, enda þótt á kunni að skorta herzlumuninn að þeir geri myndir handa börnum, svo sem bezt verður á kosið, eins og raunin er með Halldór. •— Annars er alveg ástæðulaust að fara i lúsaleit að göllum á þessari bók. Óverulegur skoðanamunur um það, aS einu hefði átt að sleppa og taka annað í staðinn. skiptir engu máli, ekki heldur það, þó að einhver hafi lært sum- ar vísurnar ööruvísi en þær eru tilfærð- ar þarna. Hitt er aðalatriðið, að með bókinni er stefnt í rétta átt. Aðrir geta komið og gert betur, ef þeir kenna sig menn til. Símoni og Halldóri, svo og út- gefanda, má gjalda heila þökk fyrir vikiö. V. J. Anna Boleyn eftir E. Momigliano. Útg. Draupnisútgáfan 1946. Ævisögur erlendra stórmenna, ritaðar af færum rithöfundum, hafa orðið mjög víðlesnar og vinsælar hér á landi. Má í því sambandi benda á ævisögur Zweigs o. m. fl. Nú er komin út ævisaga Önnu Boleyn rituð af ítalska ævisagnahöfund- inum og rithöfundinum E. MomigUano. En þetta er raunar meira en ævisaga Önnu Boleyn, sem var — eins og menn vita — önnur hinna sex eiginkvenna Hinriks VIII Englakonungs. Þetta er einn- ig saga merkilegs framfara- og blóö- stjórnartímabils í sögu Englands. Og víst er um það, • að hjónaband Hinriks og Önnu var merkilegasti og afdrifaríkasti viðburður í lífi þessa hverflynda en áhrifaríka konungs. Og ávöxtur þess hjónabands varð einn merkilegasti ein- veldur, er Bretlandi hefur stjórnað — Anna Boleyn var móðir Elísabetar Eng lándsdrottningar. Þessi bók lýsir fyrsta hjónabandi Hin- riks VIII og öllum þeim langvinnu mála- ferlum, sem Hinrik stofnaði til, til þess að losna úr því hjónabandi og geta kvænzt Önnu Boleyn. Síðan lýsir hún því hjónabandi, er varð stutt og gleði- snautt, en þó undirrót fjölmargra mein- særa, falsdóma og lífláta, og að síðustu falli Önnu sjálfrar, ákærum og málaferl- um á hendur henni, og dauða hennar á höggstokknum, er skeður sama dag og konungur efnir til dýrðlegrar veiðiferðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.