Dvöl - 01.04.1948, Qupperneq 10

Dvöl - 01.04.1948, Qupperneq 10
72 „í kvöld?“ sagði Dilsý. „Er hann hérna í kvöld?“ „Dilsý er svört líka,“ sagði Jason. „Reyndu að borða eitthvað," sagði Dilsý. „Ég hef ekki lyst á neinu,“ sagði Nanna. „Ég er ekki surtur,“ sagði Jason. „Fáðu þér kaffi,“ sagði Dilsý. Hún hellti í bolla handa Nönnu. „Veiztu, að hann sé þarna úti í kvöld?“ Hvernig veiztu, að hann sé þarna í kvöld?“ „Ég veit það,“ sagði Nanna. „Hann er úti að bíða, ég veit það. Ég hef búið með honum nógu lengi til þess. Ég veit, hvað hann ætlar sér, áður en hann veit það sjálfur.“ „Fáðu þér kaffi,“ sagöi Dilsý. Nanna bar bollann upp að vörun- um og blés í hann. Munnurinn á henni varð að totu eins og á snáki, sem belgir sig, eða eins og gúmml- munnur — eins og hún hefði blás- ið allan íarða úr vörunum út í kaffið. „Ég er ekki svartur,“ sagði Jas- on. „Ertu surtla, Nanna?“ „Ég er dóttir Heljar, barnið gott,“ sagði Nanna. „Bráðum verð ég ekki neitt. Ég fer bráðum þangað, sem ég varð til.“ III. Hún fór að drekka kaffið sitt. Meðan hún drakk með bollann í báðum höndum, fór hún að hljóða aftur. Hún hljóðaði ofan í bollann og kaffið spýttist á hendurnar á D VÖL henni og kjólinn. Augu hennar störðu á okkur, og hún sat kyrr með olnbogana á hnjánum og horfði á okkur upp yfir útslettan bollann og hljóðaði. „Líttu á Nönnu,“ sagði Jason. „Nanna fær ekki að elda handa okkur lengur. Dilsý er orðin frísk.“ „Þegiðu nú,“ sagði Dilsý. Nanna hélt á bollanum í báðum höndum og horfði á okkur og hljóðaði eins og hún væri í tvennu lagi, önnur Nannan horfði á okkur og hin hljóðaði. „Af hverju færðu ekki herra Jason til að hringja í fóget- ann?“ spurði Dilsý. Þá hætti Nana, en hélt utan um bollann með báðum löngu, brúnu höndunum sínum. Hún reyndi að súpa á kaffinu, en skvetti þá ofan á hendurnar á sér og kjólinn og setti bollann frá sér. Jason hugði að. „Ég get ekki kyngt því,“ sagði Nanna. „Ég kyngi, en kem því ekki niður.“ „Þú skalt fara heim,“ sagði Dilsý. „Froný býr um þig á dýnu, og ég kem á eftir.“ „Hann lætur engan negra aftra sér,“ sagði Nanna. „Ég er ekki surtur," sagði Jas- on. „Eða hvað, Dilsý?“ „Ætli það,“ sagði Dilsý. Hún leit á Nönnu. „Ég býst ekki við hann geri það. Hvað ætlarðu þér þá?“ Nanna horfði á okkur. Augun hvimuðu, eins og hún væri hrædd um, að nú væri hver síðastur að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.