Dvöl - 01.04.1948, Síða 14

Dvöl - 01.04.1948, Síða 14
76 framan'við arininn. Það lifði ögn í honum. Nanna bætti í, þó að heitt væri fyrir í húsinu. Það fór að skíðloga hjá henni. Hún fór að segja sögu. Röddin minnti á augnaráðið, það var eins og augun, sem horfðu á okkur og röddin, sem talaði við okkur ættu ekki heima með henni. Eins og hún hrærðist annars stað- ar, væri að bíða einhvers staðar í Durtu. Hún var fyrir utan kofann. Röddin hennar var inni og sköpu- lagið, sú Nannan, sem gat bograzt í gegnum gaddavírsgirðingu með fatapinkil ríðandi á höfðinu eins og hann væri þyngdarlaus eða loftbelgur, hún var við. En svo ekki meir. „Og svo kom þessi drottning gangandi að skurðinum, þar sem ljóti maðurinn var að fela sig. Hún gekk rakleitt upp að skurðinum og hún segir: „Ef ég slepp bara yfir skurðinn,“ segir hún. „Hvaða skurð?“ sagði Kaddý. „Skurð eins og þennan hérna úti. Hvað vildi drottning vera að fara niður í skurð?“ „Til að komast heim til sín,“ sagði Nanna. Hún horfði á okkur. „Hún varð að fara yfir skurðinn til að komast heim til sín sem allra fyrst og loka á eftir sér og skjóta brandinum fyrir.“ „Af hverju vildi hún komast heim og skjóta brandinum fyrir?“ sagði Kaddý. D VÖL IV. Nanna horfði á okkur. Hún þagnaði. Hún var að horfa á okk- ur. Fæturnir á Jason stóðu beint út í loftið fram úr skálmunum, hann sat í kjöltu Nönnu. „Mér þykir ekkert gaman að þessari sögu,“ sagði hann. „Ég vil fara heim.“ „Kannske við ættum að fara,“ sagði Kaddý. Hún stóð upp af gólfinu. „Ég skal ábyrgjast, að þau eru farin að leita að okkur núna.“ Hún fór fram að dyrunum. „Nei,“ sagði Nanna. „Opnaðu ekki dyrnar.“ Hún stóð á fætur skyndilega og fór i veg fyrir Kaddý. Ekki kom hún við hurðina eða slagbrandinn. „Því þá ekki?“ sagði Kaddý. „Komdu aftur upp að ljósinu,“ sagði Nanna. „Það verður svo gam- an. Ykkur liggur ekkert á.“ „Við ætlum samt að fara,“ sagði Kaddý. „Nema það verði þá voöa- lega gaman." Nanna og hún komu

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.