Dvöl - 01.04.1948, Qupperneq 16

Dvöl - 01.04.1948, Qupperneq 16
78 DVÖL „Jú, jú,“ sagði Nanna. „Sjáið þið bara. Þið ætlið að hjálpa mér að afhýða kornið.“ Hrökkgrjónin vóru líka undir rúminu. Við afhýddum þau og lét- um á pönnuna og Nanna hjálp- aði Jason að halda á pönnunni yfir loganum. „Grjónin hrökkva ekki,“ sagði Jason. „Ég vil fara heim.“ „Bíddu við," sagði Nanna. „Þau fara að hrökkva. Hún sat alveg upp við eldinn. Það var skrúfað svo upp í lampanum, að hann var farinn að ósa. „Af hverju skrúfarðu ekki svo- lítið niður í honurn," sagði ég. „Þetta gerir ekkert," sagði Nanna. „Ég hreinsa hann bara. Bíðið þið róleg. Kornið fer að hrökkva eftir andartak." „Ég held það verði ekkert af því,“ sagði Kaddý. „Enda ættum við að fara að leggja af stað heim. Ann- ars verða þau hrædd um okkur.“ „Nei,“ sagði Nanna. „Það fer að hrökkva. Dilsý segir þeim frá því, að þið séuð hjá mér. Ég er búin að vinna ykkur svo lengi. Þeim er al- veg sama, þó að þið séuð hjá mér. Bíðið þið bara við. Nú fer það af stað eftir andartak." Nú fór reykur í augun á Jason og hann að skæla. Hann glopraði pönnuni í eldinn. Nanna náði í blauta dulu og þurrkaði framan úr Jason, en ekki hætti hann að skæla. „Þei,“ sagði hún. „Þei.“ En hann vildi ekki sefast. Kaddý tók pönn- una úr eldinum. „Það er orðið að engu,“ sagði hún. „Þú verður að ná í meiri grjón, Nanna." „Settirðu það allt saman í?“ sagði Nanna. „Já, sagði Kaddý. Nanna horfði á Kaddý. Síðan tók hún pönnuna, opnaði hana og hellti rústinni í svuntu sína og byrjaði að tína úr grjónin með löngu, brúnu hönd- unum sínum, og við hugðum að. „Áttu ekkert meira?" sagði Kaddý. „Jú,“ sagði Nanna; „jú. Sjáðu bara. Þetta er alveg óbrunnið. Við þurfum ekkert annað en —“ „Ég vil fara heim,“ sagði Jason. „Ég ætla að klaga“. „Þei,“ sagði Kaddý. Við hlustuð- um öll saman. Nanna hafði strax hnikað höfðinu í áttina til dyr- anna, augu hennar vóru þrungin af raúðu lampaljósinu. „Þíað er einhver að koma,“ sagði Kaddý. í þessu fór Nanna að hljóða aft- ur, en ekki hátt, hún sat uppi yfir eldinum og dinglaði löngum, brún- um höndunum milli hnjánna og skyndilega spratt fram bleyta á andliti hennar í stórum dropum, sem runnu niður andlitið, og inn- an í hverjum dropa varð elds- bjarminn að dálitlum veltandi logahnetti eins og neista, sem hvarf niður fyrir hökuna. „Hún er ekki að gráta," sagði ég. „Ég er ekki að gráta,“ sagði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.