Dvöl - 01.04.1948, Síða 18
80
að ég eigi það upp á mig. Ég býst
við, að ég eigi vel inni fyrir því,
sem ég fæ.“
„Hvað færðu?“ sagði Koddý.
„Hverju áttu inni fyrir?“
„Engu,“ sagði pabbi. „Þið eigið
að fara að hátta.“
„Kaddý fór með mig hingað,“
sagði Jason.
„Farðu til Rakelar frænku,“
sagði pabbi.
„Það er ekki til neins,“ sagði
Nanna. Hún sat framan við eldinn
með olnbogana á hnjánum, löngu
hendurnar milli hnjánna. „Jafn-
vel ykkar eldhús stendur ekki fyr-
ir honum. Jafnvel þó að ég svæfi
inni hjá börnunum þínum, því að
svo kemur morguninn og þar ligg
ég í blóði —•“
„Uss,“ sagði pabbi. „Læstu hurð-
inni og slökktu og farðu í rúmið.“
„Ég er myrkfælin," sagði Nanna.
„Ég er hrædd við að láta það ske
í myrkri.“
„Ætlarðu virkilega að sitja hér
og láta loga?“ sagði pabbi. Þá fór
Nanna að hljóða aftur, í sæti sínu
framan við eldinn með löngu
hendurnar milli hnjánna. „Fjand-
inn hirði það,“ sagði pabbi. „Kom-
ið þið, krakkar. Það er komið langt
fram yfir háttatíma."
„Um leið og þið farlð heim, er
ég búin að vera.“ Nú talaði hún
stillilegar og andlitið var stillt og
hendurnar. „Allt um það, ég á að
minnsta kosti inni fyrir kistunni
hjá herra Lovelody. Herra Love-
D VÖL
lody var stuttur og sóðalegur, hann
innheimti líftryggingargjöld hjá
negrunum og leit inn í kofana eða
eldhúsin á laugardagsmorgnum til
að krefja um 15 sent. Hann bjó
með konu sinni á hótelinu. Einn
morguninn fyrirfór konan sér. Þau
áttu barn, ofurlitla stúlku. Hann
hvarf á burt með barnið. Eftir
vikutíma eða svo kom hann aftur
einsamall. Við sáum hann aftur á
rjátli um stígana og útstrætin á
laugardagsmorgnum.
„Hvaða vitleysa,“ sagði pabbi.
„Það fyrsta, sem birtist mér í eld-
húsinu á morgun, verður þú.
„Eitthvaö birtist þér, býst ég
við,“ sagði Nanna. „En Drottinn
einn má vita, hvað það verður.“
VI.
Hún sat viö eldinn, þegar viö
fórum.
„Komdu og settu brandinn fyrir,“
sagöi pabbi. En hún bærði ekki á
sér. Hún leit ekki á okkur framar,
en sat kyrrlát milli eldsins og
lampans. Alllangt neðan af veg-
inum sáum við í hana inn um opn-
ar dyrnar.
„Heyrðu pabbi,“ sagði Kaddý.
„Hvað skeður?“
„Ekkert,“ sagði pabbi. Pabbi bar
Jason á bakinu, svo að Jason
gnæfði yfir alla. Við fórum niður
í skuröinn. Ég skimaðist um, gæti-
lega. Ég sá ekki mikið, þar sem
tunglsljósið og skuggarnir runnu
saman.