Dvöl - 01.04.1948, Side 19

Dvöl - 01.04.1948, Side 19
D VÖL 81 „Ef Jesi'is er að fela sig hérna, þá sér hann okkur, er það ekki?“ sagöi Kaddý. „Hann er ekki hér,“ sagði pabbi. „Hann fór í burtu fyrir löngu.“ „Þið fóruö með mig hingað,“ sagði Jason hátt uppi. Þá bar við loft og það var eins og pabbi hefði tvö höfuð, annað lítið og hitt stórt. „Ég vildi ekki fara.“ Við fórum upp úr skurðinum. Enn gátum við séð kofa Nönnu og dyrnar opnar, en við sáum ekki lengur Nönnu sjálfa, sem sat fyrir framan eldinn við opnum dyrum, af því að hún var þreytt. „Ég er orðin þreytt,“ ságði hún. „Ég er ekkert annað en surtla. Og það er ekki mín sök.“ En við heyrðum til hennar, því aö hún tók til, rétt þegar við kom- um upp úr skurðinum, og hljóðið var hvorki söngur eða söngleysa. „Hver sér nú um þvottinn okkar, pabbi?“ sagði ég. „Ég er ekki surtur,“ sagði Jason uppi, alveg við höfuðið á pabba. „Þú ert annað verra,“ sagði Kaddý. „Þú ert klögukarl. Ef eitt- hvað skytist fram úr dimmunni núna, yrðirðu hræddari en nokkur surtur.“ „Ó, nei, nei,“ sagði Jason. „Þú færir að skæla,“ sagði Kaddý. „Kaddý,“ sagði pabbi. „Ó, nei, nei,“ sagði Jason. „Bleyða,“ sagði Kaddý. „Kandasía!“ sagði pabbi. Kristján Karlsson íslenzkaði.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.