Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 23

Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 23
KROPPINBAKUR LITLI Eftir Honore de Balzac í þorpinu Portillon-les-Tours átti heima einkar snotur þvotta- stúlka, sem tók öllum fram um stríðni og ertni. Hana skorti held- ur ekki aðdáendur, — þeir flykkt- ust um hana eins og býflugur um kúpu sína á kyrru kveldi. Gamall silkiekrueigandi, sem átti ríkmannlegt og íburðarmikið hús í Rue Montfumier, kom dag nokkurn ríðandi utan af vínekrum sínum, sem lágu í hinum fögru hlíðum Saint-Cyrs. Hann fór fram hjá Portillon og ætlaði þar yfir brúna á leið sinni til Tours. En þetta fagra og veöurblíða kvöld tendruðust villtar ástríður í brjósti hans, er hann sá þessa fall- egu stúlku sitja á tröppum húss síns. Hann hafði þá um skeið svo að lítið bar á, rennt hýru auga í laumi til þessarar lífsglöðu stúlku, og nú ákvað hann að gera hana að eiginkonu sinni. Og áður en langur' tími leið, var hún oröin eiginkona ekrueigandans og virt borgarafrú i Tours, skrýdd knipl- ingum og dýrum klæðum, og hún var hamingjusöm, þrátt fyrir ald- ur eiginmannsins og sýndi brátt frábæra leikni í að hafa fram hjá honum. ’krueigandinn átti ungan iðn- aðarmann að góðum vini. Hann smíðaði vefstóla, hafði kryppu á baki og var viðsjáll og græzku- íullur. Á sjálfan brúðkaupsdaginn sagði hann við brúögumann: — Þú ert vel giftur, kunningi, við höfum eignazt yndislega konu. Síðan bætti hann við ýmsum klúr- yrðum í hálfkveðnum vísum, eins og hæfir við þann, sem er að vígj- ast í hjónaband. En sannleikurinn var sá, að litli kroppinbakurinn var fljótlega á höttunum eftir eiginkonu ekru- eigandans. En hana rak engin nauöung til þess að leggja lag sitt við vanskapaða menn, svo að hún aðeins hló að honum. En ást Kroppinbaks litla var svo áköf, að hann lét. ekki víkja sér út í yztu myrkur í fyrstu atrennu, og sótti æ fastar á. Þá ákvað konan aö reyna að kæla hann ofurlítið með eigin ráðum. Kvöld eitt, er hann hafði verið venju fremur aðgönguharður við hana, sagði hún við hann, að hann skyldi koma að bakdyrum hússins um miðnætti, og þá skyldi hún hleypa honum inn. En nú er nauð- synlegt að bæta því við til skýr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.