Dvöl - 01.04.1948, Qupperneq 25

Dvöl - 01.04.1948, Qupperneq 25
U V UL 87 allt, því að þá var göturæsting ekki komin á hátt stig. Kroppin- bakur litli var nærri orðinn til í þessu baði, og hann formælti Táscherettu — en það var gælu- nafn hennar og dregið af nafni manns hennar, sem hét Tasch- ereau. Carandes, því að það var skírn- arnafn þessa litla kroppinbaks, var þó ekki svo skyni skroppinn, að hann áliti Tascherettu alsak- lausa um það, hve hér hefði illa til tekizt, og hann sór þess dýran eið að hefna sín grimmilega. En er hann vay búinn að ná sér eftir baðið nokkrum dögum seinna, þáði hann kvöldverðarboð hjá kunn- ingja sínum aftur. Þá var Tasch- eretta svo ástúðleg við hann, að grunsemdir hans um pretti af hennar hálfu hurfu eins og dögg fyrir sólu. Hann krafðist þess að- eins að fá að heimsækja hana aft- ur að næturlagi, og hún horfði á hann dreymandi augum, eins og hún óskaði einskis fremur í þessu lífi. — Komið annað kvöld. Maður- inn minn ætlar til Chenonceau og verður þrjá daga i þeirri ferfc'. Hann ætlar að lita silki fyrir drottninguna og þarf að ræða við hana um litina. Það tekur sinn tíma, sagði hún. Carendes bjóst nú beztu flýkum sínum og hélt á fund hennar á til- settum tíma. Þar var dúkað borð með dýrum krásum og víni, svo að þaö hefði verið algerlega ósæmi- legt að fara að ásaka konuna fyrir aurbaðið, sem hann hafði fengið fyrir nokkrum dögum. Allt var svo hlýlegt og lokkandi þarna inni, en hin fagra Tascheretta var þó girnilegust af öllu, þar sem hún sveif léttfætt um stofuna og freistaði eins og þroskað og búst- ið epli í miðdegissól. Kroppinbakur litli var svo ákaf- ur í ást sinni, að hann ætlaði þeg- ar að faðma konuna að sér, en í sama bili heyrðist barið harkalega á útidyrnar, og var ekrueigandinn þar kominn. — Ó, hrópaði hún, hvernig stendur á þessu? Flýtið yður þarna inn í skápinn. Hann er óður af af- brýðisemi í yðar garð, og ef hann fyndi yður hér hjá mér, mundi hann drepa yður, því að hann er ekki lambið að leika sér við, þegar hann reiðist. Hún tróð nú Carandes í flýti inn í skápinn, læsti og stakk lyklinum á sig, en síðan gekk hún fram til þess að taka á móti manni sínum, því að hún vissi, að hann var að koma heim til kvöldverðar, eins og gert hafði verið ráð fyrir. Svo fékk hún sinn ástarkossinn á hvorn vanga, og ekrueigandanum var launað í sömu mynt á bæði augun. Síðan settust hjónin að borðum, og að kvöldverði loknum gengu þau til sængur, en Kroppinbakur litli varð að hlusta á gælur þeirra og ástarhót, þar sem hann stóð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.