Dvöl - 01.04.1948, Page 26

Dvöl - 01.04.1948, Page 26
88 D VOL þröngum skápnum og gat sig hvergi hreyft og þorði hvorki að æmta né skræmta. Hann var þarna eins og síld í tunnu og fékk naum- ast meira loft en gedda á sævar- botni. En honum var nauðugur einn kostur, að hlusta á hljómlist ástarinnar í rúmi hjónanna, ást- arorð og kossa Tascherettu og stunur og dæs ekrueigandans. En að lokum hljóðnaði allt, og hann hélt, að hjónin væru sofnuð. Hann gerði því tilraun til þess að komast út úr skápnum: — Hvað er þetta? sagði ekru- eigandinn þegar í stað. — Hvað áttu við, vinur minn? spurði kona hans og lyfti kollin- um. — Ég heyrði eitthvert þrusk. — Það verður líklega rigning á morgun, þetta hefir auðvitað ver- ið kötturinn, svaraði kona hans. Eiginmaðurinn lagði höfuðið aft- ur á koddann, en hún masaði við hann í sífellu. — Þú sefur laust, vinur minn. Það yrði ekki svo auð- velt að fara á bak við þig. Svona, pabbi litli, nátthúfan þín hallast of mikið út í annan vangann, lag- aðu hana, svo að þú sért fallegur, einnig þegar þú sefur. Líður þér vel núna? — Já. — Ertu sofnaður? sagði hún og kyssti hann. — Já. Um morguninn, er eiginmaöur- inn var kominn á fætur og farinn til starfa sinna, opnaði Tascheretta skápinn, og þar stóð Carandes gul- ur og grænn í framan. — Loft, loft, stundi hann. Síðan snautaði hann burt, heill af ástsýki sinni, en í þess stað með hatur í hjarta. Þessi litli kroppinbakur geröi nú ferð sína til Brúgge og dvaldi þar nokkurt árabil við að smíða vélar, sem nota mátti til þess að gera hringabrynjur. Carandes var af Máraættum, og þess vegna hugsaði hann um það eitt, meðan hann dvaldi í hinu ó- kunna landi, hvernig . hann gæti bezt komið hefndum sínum fram. Hann hugsaði um það jafnt kvöld og morgna, og hann dreymdi ekki um annað. Honum fannst sem hefndarþorsta sínum mundi ekki verða svalað til fulls nema með dauða Tascherettu. Hann sagði oft við sjálfan sig: — Ég gæti étið hana. Ég vildi helzt steikja annað brjóst hennar. og éta það með ídýfu. Þetta var blóðugt hatur, en þó göfugt og heilsteypt eins og hjá kardínálum eða gömlum pipar- meyjum. Það var margs kyns hatur steypt í eitt, hitað og gerj- að af fólslegri lund, og haldið við af hinuin eilífa eldi helvítis. í stuttu máli, það var óbuganlegt og einstætt hatur. Og einn góðan veðurdag sneri Carandes aftur heim til Touraine með gildan sjóð, sem honum hafði

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.