Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 26

Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 26
88 D VOL þröngum skápnum og gat sig hvergi hreyft og þorði hvorki að æmta né skræmta. Hann var þarna eins og síld í tunnu og fékk naum- ast meira loft en gedda á sævar- botni. En honum var nauðugur einn kostur, að hlusta á hljómlist ástarinnar í rúmi hjónanna, ást- arorð og kossa Tascherettu og stunur og dæs ekrueigandans. En að lokum hljóðnaði allt, og hann hélt, að hjónin væru sofnuð. Hann gerði því tilraun til þess að komast út úr skápnum: — Hvað er þetta? sagði ekru- eigandinn þegar í stað. — Hvað áttu við, vinur minn? spurði kona hans og lyfti kollin- um. — Ég heyrði eitthvert þrusk. — Það verður líklega rigning á morgun, þetta hefir auðvitað ver- ið kötturinn, svaraði kona hans. Eiginmaðurinn lagði höfuðið aft- ur á koddann, en hún masaði við hann í sífellu. — Þú sefur laust, vinur minn. Það yrði ekki svo auð- velt að fara á bak við þig. Svona, pabbi litli, nátthúfan þín hallast of mikið út í annan vangann, lag- aðu hana, svo að þú sért fallegur, einnig þegar þú sefur. Líður þér vel núna? — Já. — Ertu sofnaður? sagði hún og kyssti hann. — Já. Um morguninn, er eiginmaöur- inn var kominn á fætur og farinn til starfa sinna, opnaði Tascheretta skápinn, og þar stóð Carandes gul- ur og grænn í framan. — Loft, loft, stundi hann. Síðan snautaði hann burt, heill af ástsýki sinni, en í þess stað með hatur í hjarta. Þessi litli kroppinbakur geröi nú ferð sína til Brúgge og dvaldi þar nokkurt árabil við að smíða vélar, sem nota mátti til þess að gera hringabrynjur. Carandes var af Máraættum, og þess vegna hugsaði hann um það eitt, meðan hann dvaldi í hinu ó- kunna landi, hvernig . hann gæti bezt komið hefndum sínum fram. Hann hugsaði um það jafnt kvöld og morgna, og hann dreymdi ekki um annað. Honum fannst sem hefndarþorsta sínum mundi ekki verða svalað til fulls nema með dauða Tascherettu. Hann sagði oft við sjálfan sig: — Ég gæti étið hana. Ég vildi helzt steikja annað brjóst hennar. og éta það með ídýfu. Þetta var blóðugt hatur, en þó göfugt og heilsteypt eins og hjá kardínálum eða gömlum pipar- meyjum. Það var margs kyns hatur steypt í eitt, hitað og gerj- að af fólslegri lund, og haldið við af hinuin eilífa eldi helvítis. í stuttu máli, það var óbuganlegt og einstætt hatur. Og einn góðan veðurdag sneri Carandes aftur heim til Touraine með gildan sjóð, sem honum hafði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.