Dvöl - 01.04.1948, Qupperneq 31

Dvöl - 01.04.1948, Qupperneq 31
2 an.i Eftir Sfefán Jónsson Það er komið haust. Norðan- stormurinn þeytir göturykinu yfir húsaþökin, gulnuð lauf trjánna fjúka um húsagarðana og sópast í litlar dyngjur, hvar sem skjól er að finna. Öldurnar úti á firðinum gjálpa í annarri tóntegund en í sumar, og túnblettirnir eru ekki lengur grænir. Skin sólarinnar er fölnað. Það hallar degi og byrjar að rökkva. - Hann stendur hjá hesthúsinu kaupmannsins og er að bíða. Hann lætur lítið á sér bera, því að ó- séður vill hann vera. Eigi að síður gefur hann kaupmannshúsinu, sem stendur aðeins neðar í holtinu, nánar gætur. Hún hlýtur að koma. Hún lofaði því. Hann er þó ekki öruggur. Það er ekkert víst, að hún komi, en hann verður aö hitta hana. Hann má til. Hann getur ekki lifað, nema hann fái að tala við hana. Hann skal ekki vera eins og í gærkveldi. Hann skal aldrei framar vera eins við hana og í gærkveldi. Nei, hún kemur ekki enn. Hér bíður hann eftir stúlkunni sinni, hann kvennahatarinn, sem viljað hafði allt til þessa dags foröast allt kvenfólk, svo sem honum hafði verið innrætt að forðast syndina og fjandann. Og nú kemur það einu sinni enn í hug hans þetta, sem hann vill gleyma. Hvað eftir annað kemur það, hvað eftir annað vísar hann því á bug. Hann má skammast sín. Já, hann skammast sín. Hún sló hann á vangann og þaut frá honum. Þannig kvöddúst þau í gærkveldi. Aldrei kvaðst hún mundu fyrrigefa honum. Aldrei tala við hann framar. En þetta aldrei er nokkuð óljóst hugtak fyrir skilningi hennar, því aö er hún mætir honum á götu í dag, brosir hún við honum eins og þeirra í milli sé vináttan órjúfan- leg. Eins og það sé einmitt hann, sem hún hefur svo lengi þráð að hitta. Hún lofaði að hitta hann hjá hesthúsinu, þegar færi aö skyggja. En svo kemur hún ekki. Hann bíður.-------Hann er aðeins seytján ára og heitir Jón. Hár hans er hvað lit viðvíkur líkast vatninu í þvottaskálinni, þgar pabbi hans hefur þvegið sér nýkominn frá vinnu. Nánar tiltekiö er pilturinn sonur Jóns Jónssonar múrara og konu hans Margrétar. Og úr því að minnzt er á hár hans, er rétt að segja sem satt er, að það er frá-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.