Dvöl - 01.04.1948, Qupperneq 33
D VÖL
95
inni í sál hans vottar eigi að síð-
ur fyrir ama. Hún hefur ekki þann
hugblæ, sem honum finnst við eiga.
Honum er þessi stund heilög.
En hvað var það annars, sem
hann ætlaði að segja við hana?
Henni er forvitni á því. Hann
verður að stynja þvi upp.
Hann ætlaði að biðja hana að
fara ekki á dansleikinn í kvöld.
Hann ætlaði bara að biðja hana að
vera einhvers staðar með honum.
Án hennar er hann svo hræðilega
einmana.
En hún hlær bara að bón hans.
Hann hlýtur þó að vita það sjálf-
ur, að þau eiga ekkert athvarf.
Hvar ættu þau svo sem að vera?
Finnst honum eðlilegt, að hún geti
unað hér í þessum hesthúskofa í
allt kvöld?
Hann verður að svara því neit-
andi, þó að sjálfur hefði hann helzt
kosið það. Sannarlega gæti hann
unað hér í allt kvöld.
Jæja, getur hann bent á nokk-
ur úrræði? Hefur hann upp á nokk-
uð að bjóða. Hann hlýtur þó að
vita hvernig veðrið er. Ekki geta
þau verið úti. Nei, hann kveöst
sjá, að þau geta ekki verið úti.
— En Bogga mín, elsku Bogga
mín, segir hann, mér leiðist svo að
þú skulir dansa. Dansinn er ó-
heppileg skemmtun fyrir unglinga.
— Segir mamma það? spyr hún
hlæjandi. En þessi spurning snert-
ir hann illa. Hún er móðgun við
seytján ára mann. Hann svarar
þóttalega, eins og þegar menn
svara fjarstæðu:
— Mamma!
— Nei, Nonni minn, ég var bara
að stríða þér, segir hún og hjúfrar
sig fastar að honum.
En hún hefur nú með þessari ó-
þægilegu spurningu hrundið hon-
um út af vegi þeirrar einlægni,
sem hann hafði ætlað að mæta
henni á. Hann á erfitt með að
halda þræðinum áfram. En senni-
lega hefur Bogga ekki hugmynd
um, hve nærri sannleikanum hún
spurði, svo hann heldur áfram:
— Það er kannske kjánalegt, en
ég segi það eins og er, allir laugar-
dagar eru orðnir mér kvalræði, síð-
an þið tókuð upp á því að dansa
öll laugardagskvöld. Þú ferð líka
alltaf þangað, Bogga. Þú ferð
alltaf.
— Já, mér þykir svo gaman að
dansa, Nonni, ég sé ekkert ljótt
við það.
Hún segir þetta hlæjandi, frá
hennar hlið séð er þetta ekki al-
varlegra en svo.
— Þér þykir það gaman, já, þú
segir það víst alveg satt. En vegna
hvers þykir þér það gaman?
— Vegna hvers? Ja, ég veit það
ekki, það er af svo mörgu. Mér
þykir t. d. gaman að vera í hópi
ungs fólks, sem er samtaka í að
skemmta sér.
— Bogga, þér þykir það gaman,
vegna þess að þér þykir gott, að
strákarnir haldi utan um þig.