Dvöl - 01.04.1948, Síða 43

Dvöl - 01.04.1948, Síða 43
D VOL 105 úti við vegginn og tréspónapokann. Hann tekur nokkra spæni úr pok- anum og ber logandi eldspýtuna að þeim. Eldblossinn tendrast á einni svipstund miklu ægilegri en hann hefði getað ímyndað sér. Logarnir teygja sig í hefilbekkinn og síðan upp í þiljurnar í veggnum. Ofboðsleg hræðsla gagntekur hann. Hvað hefur hann gert? Hann verður að hraða sér út, ef hann á ekki sjálfur að verða eldinum að bráð. Hann verður að aðvara fólk- ið, svo að það bjargist. En hann getur ekki hrært sig. Hann er algjörlega magnþrota. Hann reynir að æpa, svo að fólkið skilji hættuna, en hann kemur ekki upp nokkru hljóði. Enn einu sinni hefur þjáningin hann á valdi sínu. Enn einu sinni er kvöl hans óbæri- leg. Angistarsviti sprettur fram á enni hans og honum liggur við köfnun. Nei, héðan kemst hann ekkert. Og þó, þó hefur hann ein- hvern veginn komizt burt, hvernig, veit hann ekki. En hann er stadd- ur einhvers staðar þar, sem hann þekkir ekki nokkurn mann, en þó er fullt af fólki í kringum hann. Það eru allir að flýta sér. Ofboð og tryllingur hefur gagntekið alla. Hann sér allt i móðu, meira að segja skilningur hans og hugsun eru einnig í móðu. Það er ekkert framar til, sem er raunverulegt. En hvað sem öllu öðru líður, þá er eitt víst. Boggu verður hann að finna, Boggu verður hann að bjarga, síðan má allt fara sem vill. Og nú sér hann hana. Hún sit- ur þarna inni í horninu í faðmi Birgis. Þau kyssast löngum, heit- um kossum, eins og þau ein hafi enga hugmynd um hættuna sem að steðjar. Hann æpir, hann öskrar til þeirra: — Það er eldur í húsinu, Bogga! En hún heyrir ekki, svo niður- sokkin er hún í atlotaþrá sína. Hann æðir inn gólfið, í áttina til þeirra, en kemst þó ekkert áfram, það er alltaf eitthvað, sem hindrar hann. Og snögglega verður hann þess var, að hann hrapar — hrap- ar, — hrapar langt niður á við. Það er úti um hann! Þá er að taka því. Gólfið hefur brostið. En það gerist ekkert. Hann bara liggur á kjall- aragólfi Félagshússins. Hefur misst meðvitund í fallipu. Hugsun hans skýrist og beinist að því einu að bjargast, — bjargast, — lifa — ekki deyja, ekki deyja, ekki deyja. í örvæntingarfullu æði brýzt hann á fætur og ætlar að forða sér, en fær ægilegt högg á höfuðið, svo að hann slengist niður. Hann liggur hreyfingarlaus og blóð hans renn- ur — rennur — rennur út í myrkrið. Hann liggur á kjallaragólfinu og það er myrkur í kringum hann, einkennilegt myrkur, það er ekki kyrrt, það gengur í öldum, rís og hnígur. Hann hefur hlotið stórt sár á höfuðið og er hann þreifar á föt- um sínum, finnur hann, að þau

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.