Dvöl - 01.04.1948, Page 44

Dvöl - 01.04.1948, Page 44
106 DVÓL eru gegnvot af blóði, volgu, mjúku blóði. Hann hefur óskaplegar þrautir í höfðinu, en er hann þukl- ar á því, finnur hann þó ekkert sár. Honum er ákaflega kalt, og tennurnar glamra í munni hans. Hurðin að útidyrum kjallarans er í hálfa gátt, það ískrar lítið eitt í lömum hennar, er hún bærist til í kaldri morgungolunni, og út um rifuna sér hann, að gránar fyrir degi. Fótatak dansfólksins er hætt uppi yfir honum. Hann er hér einn, aleinn.Skammt frá höfði hans ligg- ur tréspónapokinn í rökkrinu, eins og gengið var frá honum í síðasta smíðatíma drengjanna. En hvernig stendur á þessu blóði, hvernig stendur á öllu þessu blóði?------ Hann rís upp með varúð, og við hreyfinguna verður hann þess var, hvað komið hefur fyrir hann. Það er kominn morgunn. Hann staulast á fætur og reikar burt frá þessum bölvaða stað, veikur á sál og líkama. Þorpið er allt í svefni. Þeir, sem voru að skemmta sér hér í gærkvöldi, sofa nú og hvílast. Hér heldur hann svo heimleiðis, seytján ára gamall drengur, skjálfandi af kulda í svölu morgunloftinu. Hugs- un hans er öll á ringulreið. Það er nokkuð tekið að birta. Hann dregst áfram veikum burðum í grárri skímu haustmorgunsins og hefur gerzt brotlegur gegn umhverfi sínu, — gegn siðmenningunni, — gegn sér sjálfum. Hann hefur beðið sinn fyrsta ósigur. Síðan kemur næsti dagur. Jerimías frœndi minn segist ekki búast við því, að Bandalagi hinna sam- einuðu ]>jóða muni takast að koma í veg fyrir nýja heimsstyrjöld. — Hann segist gera sig ánœgðan með það, að það hrindi henni ekki af stað. ★ Konurnar eru alls ekki eins leyndardómsfullar nú á tímum, og þær voru áður fyrr. Þegar ég var drengur, voru þær þannig klíeddar, að ég hélt, að þær væru þannig vaxnar, að búkur þeirra væri samfelldur niður að öklum, en þar skiptist hann í tvo fætur. — Dr. C. E. M. Joad. ★ Karlmaðurinn giftir sig, af þ\'í að hann er þreyttur, en konan af forvitni. Bæði verða fyrir vonbrigðum. — Oscar Wilde. ★ Konan blæs okkur alltaf í brjóst þrá el'tir að skapa listaverk — og hindrar það líka ævinlega. — Oscar Wilde. ★ Að elta hamingjuna er venjulega það sama og fjarlægjast fullnægingu. — Jean Paul. ★ Hver vinningur hel'ur ta]> í för með sér — og hvert tap einnig. — Soya. ★ Lífið er eins og sölubúð þar sem ekkert l'æst ókeypis. — Soya.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.