Dvöl - 01.04.1948, Qupperneq 46

Dvöl - 01.04.1948, Qupperneq 46
108 DVOL til að rjúfa þessa dauðaþögn. Hljóðið barsl mér aftur í marghundraðföldu, ægilegu berg- máli, eins og það kvíði því að hverfa 'í gjár þessa sundurtætta landslags. Til að verjast hinum napra kulda, sveip- aði ég ullarvoð minni þéttar um mig. Reyndi f.vrir mér með járnslegnum fjallastaf \ið hvert fótmál og hélt áfram ferðinni yfir hraun, sprungur og hjarnbreiður, en fylgdar- maður ininn gekk við hlið mér og áminnti mig um að fara gætilega. Þannig tókst mér að komast upp á fjarska háan hnjúk, en hér og hvar ultu hraunmolar undan fótum mínum og þeyLtust niður fjallshlíðina með miklum gný. Ekki sá ég enn móta fyrir gíg þeim, sem fyrir fjörutíu árum hafði gosið svörtum, eyðandi sandstraumum, en þegar upp á fjallsbrúnina kom. sá ég fyrir mér eins konar skál, sem var opin á einn veg, en í botni hennar voru þrjár eða fjórar sprungur og niður í þær rann leysingavatn úr hlíðun- um í smálækjum. Reykjareim. með einkenni- legri og óþægilegri lykt Iagði upp frá sprung- unum, og mér virtist ég heyra einhvern há- vaða í fjarska, stundum eins og ólgandi suðu, stundum eins og þrumugný. „Þetta er líklega upprunalegi gígurinn,“ sagði ég við fylgdarmann minn. Hann var náfölur í andliti. og svipur hans Iýsti undrun og ótta. „Hvað er að yður?“ spurði ég í sk.vndi. „Hafið þér aldrei komið hingað áður?“ „Jú, vissulega hef ég komið hingað áður," svaraði hann, „en þá hefur aldrei verið svona umhorfs hér. Síðast þegar ég kom hingað, var hér engin dæld, heldur slétt hjarnbreiða.“ „Nei, er það svo?“ hrópaði ég og brann af áhuga. „Hvaða ályktun dragið þér af því? Er nýtt gos í vændum?" „Það ótlast ég, herra. Hvað annað gæti orsakað slíkt? Þér sjáið, að þarna hlýtur að vera mikill hiti, fyrst hinn þykki jökull er bráðnaður. Aðeins efst á brúnunum eru hér og livar eftir smáskaflar, en í miðjunni er allt bráðnað." „Já, og jarðvegurinn er líka volgur," bætti ég við, um leið og ég beygði mig og þreifaði á jörðinni. „Við verðum að forða okkur sem fyrst.“ svaraði fylgdarmaður minn og óttinn varð æ auðsærri á andliti hans. „Hér vil ég ekki vera. Nú er um lífið að tefla. Við verðum að flýta okkur til byggða og segja hvað við höfum séð." „O, hættan er varla eins nálæg og þér haldið," svaraði ég, „því við sjáum, að snjórinn bráðnar liægl. Hingað kem ég ekki framar og áður en ég fer, langar mig til að alhuga þessa skál nánar og líta niður í eina sprunguna.“ „Æi nei, herra, gerið það ekki,“ sagði fylgdarsveinn minn. „Það getur varðað yðar líf.“ „Mig langar samt að reyna, ef þér viljið bíða eftir mér.“ sagði ég, fastákveðinn í að voga þetta, þótt hann væri því mótfallinn. „Já, ég skal bíða,“ svaraði maðurinn, en ekki er það mín sök, ef illa fer fyrir yður. Ég hef sagl mitt álit og \ ið það stend ég.“ Gígurinn eða skálin hefur líklega verið svo sem fimmtíu feta djúp, með aflíðandi hlíðum. Þreifandi fyrir mér með stafnum, klil’raði ég varlega niður á við, stanzaði oft til að athuga hita hraunsins með hendinni, en hann jókst stöðugt, þó ekki svo mjög, að vekti ótta minn. Á skammri stundu var ég kominn í boln skálarinnar og stóð við sprungu, sem var svo víð, að ég sá langt niður í iður íjallsins. Sprungan var um það fjögurra feta breið, mjög hlykkjótt og upp úr henni gaus hinn einkennilegi þefur, sem áður var getið, en var nú mun sterkari. Smá- lækur rann frá hinum bráðnandi snjó, niður í sprunguna, en hvarf í myrkrið, langt niðri, en þaðan heyrðist suð, ólga og kliður, er við og við breyttust í háar drunur. Staðurinn, umhverfið og þó fyrst og fremst meðvitundin um bættuna, batt mig undar- legum álögum, svo ég varð að herða mig upp lil að geta hörfað nokkur skref aftur íi bak. Samt hélt ég mig í nánd við sprunguna og sinnti því engu, að fylgdarmaður minn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.