Dvöl - 01.04.1948, Side 49

Dvöl - 01.04.1948, Side 49
Hamingian Eftir Coru Sandel I. Frá því hún var lítil var það, sem hún fékk, alltaí' minna en það, sem hún hafði óskað eftir .... svo miklu minna, að hún fyrirleit þetta litla, sem henni hlotnaðist. Enginn lifir svo, að honum falli ekki eitt og annað i skaut, ekki hún heldur. Gallinn var bara sá, að þegar hún fékk fimmeyring hafði hana dreymt um krónu minnst, og þeg- ar mamma hennar saumaði upp á hana gamlan kjól af sjálfri sér, hafði hún, því miður, fyrir löngu síðan tekið eftir silkikjól í glugga álnavörukaupmannsins. En henni lærðist að þegja yfir slíku. Hún var meðal hinna yngstu í stórum syst- kinahópi, og hennar heimtufreka sál átti bústað í óásjálegum lík- ama. Engum kom til hugar að halda henni til. Hún óx, og þráði sífellt meira og meira. Hún þráði að klæðast fall- egum fötum, vera sjálf falleg, ferð- ast, og allt hlotnaðist henni í sama hlutfalli og fimmeyringurinn og krónan. Þegar hún var fermd, fékk hún nýja kjóla, sem mamma hennar og Lína saumakona saum- uðu með vandvirkni og umhyggju- semi. Hún kunni illa við sig í þeim. Hárið á henni var sett upp, og mamma hennar, og allar frænk- m-nar, lýstu því yfir, að hún væri virkilega sæt ung stúlka. Þær tos- uðu henni fram fyrir spegilinn og sneru henni þar í ótal hringi. Hún gekk frá þeim og grét beisklega. Eftir ferminguna fékk hún að heimsækja ömmu sína í Grímsbæ. Hún lét enga gleði í ljós yfir ferða- laginu, og úr öllum áttum kvað við, að hún væri leiðindapersóna. Hvert sinn sem aðrir glöddust, óx henni ný sorg og ný, beiskju blandin þrá. Umferðaleikflokkur kom til bæjarins. Fjölskyldan kom stórhrifin heim af einu leiksýn- ingunni, sem hún hafði efni á að sækja. Sjálf kom hún heim, yfir- komin af leiða og nagandi löngun, ekki til að vera við allar sýning- arnar og margar fleiri, heldur til að leika sjálf. Svona einföld gat hún verið. Langan tíma eftir þetta gistu leikararnir hana í draum- förum hennar, og hún varð barma- full af óbeit á öllu og öllum. Hún gekk oft fyrir spegilinn, þegar hún var ein. Hún gekk frá honum lút- andi höfði, með kökk í hálsinum.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.