Dvöl - 01.04.1948, Síða 50

Dvöl - 01.04.1948, Síða 50
112 D VÖL Fiðlari kom og hélt hljómleika. Ný hrifning umhverfis hana, ný kvöl og pína í hjarta hennar. Lífs- ieiði hennar varð meiri en nokkru sinni. Það fóru kuldabylgjur niður bakið á henni. Hljómleikarnir vöktu í henni fullkomlega fráleita löngun, þörf til að hreyfa sig eftir falli þeirra, svo sterka þörf, að hún hélt hún myndi klofna hið innra. Hún leit i kringum sig. Allir sátu með hendur i skauti og höllu höfði. Hljómdæmendur bæjarins kross- lögðu handleggina og störðu upp í loftið. Þeir nutu hljómlistarinnar og kröfðust einskis meir. Enginn þeirra þekkti þá vansælu löngun, sem gegnsýrði hana. Ef hún slak- aði taumhaldið og léti eftir henni, yrði hún álitin galin og trúlega lokuð inni. Dansa, það mátti hún. Á hinum árlega borgardansleik dansaði hún polka við Berle kennara. Tvö ár í röð hafði hann boðið henni á dans- leikinn, öllum frænkunum til mik- illar ánægju. Enginn skyldi vera æskugleði hennar þrándur í götu. Þvert á móti, þeim þótti öllum vænt um, að hún skemmti sér ofur- lítið. Ævintýrið kom. Það kom allt öðru vísi en hana hafði dreymt. Það opinberaðist ekki í Berle kennara, og þetta olli því, að hún varð óöruggari um sig og leiði- tamari. Svo viss hafði hún verið um það, að hún vildi fyrir engan mun hafa neitt með Berle kenn- ara að gera, að hún varð óörugg af því einu, að sá sem kom, var ekki Berle. Og hvað hafði hana svo sem dreymt? Sá, sem er ófríð- ur og veit það, hefir taumhald á draumum sínum? Nei, sá sem er ófríður og veit það, hann dreymir alveg takmarkalaust, lætur draum- ana gjalda sér það, sem lífið neit- ar honum um. Og það er margt. Hann var ungur og sléttrakaður, bláeygur og fasteygur. Hann iðk- aði Múller og var svo sterkur, að fólk kveinkaði sér við, er hann tók í hendur því. Hann dansaði ekki, því að hann var ómúsíkalskur og gat ekki haldið taktinum. Berle kennari var hins vegar kominn af léttasta skeiði og byrj- aður að fá skalla. Hann var hljóm- vís og söng viðkvæmnisleg lög, en hann var enginn sportmaður. Hann dansaði á sinn eigin hátt, hélt dömunni langt frá sér og lyfti fótunum alltof hátt, en fylgdi taktinum af mikilli snilld. Sú óvænta gleði, sem það vakti í umhverfi hennar, að ungur, sterkur maður, fullkomlega lýta- laus, vel ættaður og settur lektor við skólann og því mjög vænlegur til frama, fór á fjörurnar við hana, var svo mikil, að hún hreifst sjálf af henni. Hún komst aldrei svo langt að brjóta heilann yfir sínum eigin tilfinningum. Hann var ekki Berle. Og hann færi með hana

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.